25.3.2008 | 10:15
Súkkulaðieitrun...
Yndislegt að vera komin í rútínuna aftur,úff allt þetta súkkulaðiát og krakkarnir í stuði eftir því.
Grillið hjá Lindu var var alveg meiriháttar,en páskadagurinn byrjaði á heimsókn frá Mumma og pabba sem komu að horfa á enska boltann,svo þeir kallarnir lágu hérna og horfðu á 2 stórleiki. Má segja að þeir hafi gripið okkur í bólinu,lágum enn upp í rúmi kl 12, ég auðvitað búin að fara fram í páskaeggjaleit með krökkunum en skreið svo aftur upp í (fékk mér auðvitað fyrst páskaegg í morgunmat).Mjög gott.
Mandla er auðvitað algjör gullmoli,en líka smá prakkari sem elskar að bíta pabba sinn í nefið!!
Er eitthvað hrikalega löt núna,ætli það sé ekki bara líkaminn sem er orðin uppgefin eftir allt þetta súkkulaðiát ég gæti alveg gubbað þegar ég hugsa um allt þetta súkkulaði sem runnið hefur niður hjá mér ojjjj. Nú verður tekið á því ( jájá heyrt þennan áður).
En já man eftir kommnentunum sem ég fékk um öndina og veislumatinn frá Soffíu og Jenný. Já þið hefðuð bara átt að smakka,stóð líka í eldhúsinu í 3 tíma,en í gær var ég með alveg geggjað vel heppnaðan mat,og aldrei heyrt krakkana mína hrósa mat svona mikið,öll 3 takk fyrir!! Var með veislukjúklingin eða hátíðar-man ekki hvort það ,með fyllingu.h-Hef reyndar haft svona áður nema í gær þá bara bráðanaði hann hreinlega í munninum,svo mjúkur og góður,steikti æðislegt grænmeti og setti svo rjóma og rjómaost með kryddblöndu útá grænmetið ,svo í eldfast mót og ost yfir,algjört sælgæti!! Gerði svo gott ferskt salat og hvítlauksdressingu,aljgört namminamm.
Er að fara að setja inn nokkrar myndi
Knús Dísa FEL
Athugasemdir
Ég hef alltaf sagt það að þú eldar alltaf rosalega góðan mat Dísa mín
manni er bara svo sjaldan boðin i mat
jeb mikið rosalega er gott að vera komin í rútinu allir í skólanum og kallinn að vinna mjög ljúft kv Linda
linda (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 13:16
Rachel Ray hvað
Bíð eftir matarboði,
knús frá litlu sys.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 14:43
Hæ hæ...agalega öfunda ég þig að hafa verið heima alein í dag...ohhh vildi að ég hefði getað það sama..var svo þreytt eftir þetta frí
. Jú jú nú er maður komin í smá átak....ekkert kók og nammi nema um helgi...þetta bara gengur ekki, fötin manns eitthvað orðin annsi þröng....kannski kallin hafi bara þvegið þau á 90 nei....held ekki, það væri nú gott ef ástæðan fyrir þröngu fötunum væri sú
. Jæja þá er bara að smella sér niður í Nautilus og drífa sig í ræktina....já skildi maður drífa þangað, það er nú ekki langt að fara. Já Hanna Dísa við gætum skellt okkur allavega 2 X á þriðjudögum og föstudögum klukkan 2 hvernig hljómar það , vel ekki satt og við ógó fínarsumrinu og sólinni sem verður vonandi í sumar hjá okkur
.
Já koma svo
Heyrumst, sjáumst
Kv Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.