26.3.2008 | 19:47
Sinfó....svona leiðinleg!!
Marín Rós fór á tónleika með Sinfoníu hljómsveitinni í morgun,með leikskólanum,og við matarborðið áðan vorum við að spyrja hana hvernig hafi verið á tónleikunum. "Leiðinlegt,það var ekkert að gera nema sitja og hlusta, það var svo leiðinlegt að við vorum næstum því sofnuð" þvílíkt menningarleg!!
Við Maggi fórum í gær að keyra út ýsuna sem kom loksins, fórum út um allan bæ og á einum staðnum sem ég stoppaði,sem var hjá fyrrverandi samstarfskonu minni,töluðum við aðeins um bloggið mitt og hennar og svo skaut hún á mig að ég talaði nú bara ekkert um börnin mín heldur bara nýja hundinn híhíh....já já kannski svolítið satt.Enda er hún nýja barnið á heimilinu,og hinir villingarnir mínir eru auðvitað alltaf jafn yndisleg þessar elskur,en sérstaklega þegar þau sofaallavega svona rétt eftir páskana þar sem mikið fjör er búið að vera á heimilinu.Og auðvitað er x-tra áreiti að vera með hvolp sem krakkarnir geta varla séð í friði,þó aðallega Marín,hún heldur að þetta sé bara nýja leikfangið hennar sem hún getur dröslast með allan daginn.En æj hún er nú samt voða góð við hana og orðin ofsalega háð litla dýrinu.
Sá í athugasemdunum að það eru nokkrir sem vilja endilega láta bjóða sér í matjájá það kemur að því.Aldrei að vita nema maður lífgi upp á mataklúbbinn með Soffíu og Dóru og köllunum auðvitað,og svo fimmtudags familíu dinnerinn sem við vorum með á tímabili. Þó varla að maður leggi í það með alla þessa yndislegu litlu villinga sem umturna einu húsi á mettíma
Annars er maður alveg að verða vitlaus í þessum skítakulda,kemst varla lengra en upp í næstu götu í göngutúr,djössins rokið!! Hafði það líka bara kósý í dag og var að passa minnstu prinsessuna hana Þóru Lind,hún svaf á bringunni á mér og ég horfði á Opruh ohhh það gerist varla betra en það.
Jæja allir gríslingarnir eru saman í baði og allt orðið brjálað
knús Dísa
Athugasemdir
Svona svona, þú mátt alveg tala um hana Möndlu...
Annars er ég bara að kvitta svo mér verði líka boðið einhverntíman í gómsætt matarboð hjá þér.
Af því að ég má svo mikið við því líka...
Síjú já og takk fyrir fiskinn.... Alltaf gaman af honum syni þínum...
Jenný (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:30
Hæ hæ...já já bara stoppað hjá Jenný...máttir bara varla vera að því að kíkja í andyri húsins
Nei nei....smá grín
. Fiskurinn lúkkar allavega vel og bragðast vonandi líka vel, þegar ég prófa hann. Já já Dísa mín þú átt ekki að vera koma með svona rosalega gúmmelaði lýsingar maður bara hreinlega slefar og langar í smakk, en engin pressa frá mér allavega...þú getur alveg andað rólega
Kærar kveðjur til ykkar
Soffía
Soffá vinkona (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.