28.3.2008 | 11:00
Enginn verður af einum bita feitur...
og "Hægara er að kenna heilræðin en halda þau". Þessa málshætti fékk ég, get ekki sagt annað en að þeir eigi vel við mig.
Álagið á heimilinu er búið að aukast ansi mikið eftir komu Möndlu litlu.....jájá halda allir núna að ég sé að gefast upp. NEI það er nú ekkert þannig, er sko alveg þess virði litla dúllan,en gmg hvað tuðið í mér er búið að aukast,og var ekki ábætandi. Marín er með hundinn límdan við sig stanslaust þegar hún er heima, sleppur henni ekki,og það kostar þvílíka tuðið í Magga. Viktor á það svo til að taka aðeins of fast utan um hálsin,svo Mandla hefur alveg grátið undan honum já hann Viktor minn sem ég hélt altaf að yrði algjört gull,svo rólegur og góður.....nei ég hafði ekki alveg rétt fyrir mér. Reyndar ef hann væri einkabarn þá væri þetta öðruvísi (reyndar með þau öll) en litla frekjurassgatið á systkin sín sérstaklega. Getur fengið algjört kast ef systir hans vogar sér að fara "hans" megin út úr bílnum. Má þakka fyrir að hafa ekki fengið bílhurðina beint í fésið á sér. Og ef einhver dirfist að opna útidyrahurðina (ef einhver er að koma) á undan honum!! En svo auðvitað getur hann kelað við mann alveg út í eitt,of alltaf að bræða mig og segir mamma þú ert svo sæt
En í þessu kemur málshátturinn góði "Hægara er að kenna heilræðin en halda þau". Það er alltaf svo auðvelt að sjá vandamálin hjá öðrum og gefa góð ráð,einsog ég hef oft fengið, og gefið líka sjálf. Allir eiga við sín vandamál að stríða og svo auðvelt alltaf að gefa öðrum góð uppeldisráð.Ég á líka alveg auðvelt með að sjá vandamálin sem aðrir gera í uppeldinu,og gefa ráð en svo er að halda hlutina út. Hlutirnir eru ekki alltaf eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. En við getum öll gert betur,það er alveg á hreinu. Ég þarf að fara að setja mér markmið og fara eftir þeim.
Vera þolinmóð,samkvæm sjálfri mér,ekki æsa mig,og aftur vera þolinmóð.
Veit líka alveg að þegar liggur vel á mér,þá liggur yfirleitt vel á börnunum. Finnst ég vera farin að hafa óþekktina í þeim á heilanum!! Æj þetta umturn alltaf á þeim þegar við erum innan um annað fólk. En þetta er semsagt það sem liggur á mér núna,eftir smá óþekktar tímabil núna. Einsog þessi grey geta nú verið yndisleg og góð. En semsagt öll dýrin í skóginum eru ekki alltaf vinir,þarf að breyta því. Vera jákvæð núna, skemmtileg helgi framundan. Fermingarveisla á morgun hjá Daníel,frænda Axels og svo förum við beint í mat til mömmu og pabba á eftir. Það verður æði.
Er ég orðin svona neikvæð eða hvað - þegar ég fer að lesa hérna yfir þetta hjá mér??? Svo er ég alltaf að lesa hjá öðrum síður og þar er allt svo jákvætt og börnin svo góð og lalaala,svo kem ég með mitt kvart og kvein en lofa ykkur næstu daga skrifa ég bara jákvæðar fréttir af okkur.
Enblína á það góða,ætla að gera það
knús á ykkur öll og góða helgi
Dísa
Athugasemdir
einmitt strokaði allt út sem ég var búin að skrifa og það var mjög mikið ,ég nenni nú ekki að skrifa það aftur omg
Helgarknús á þið lov Linda
Linda systir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 12:09
Mér finnst þú bara ótrúlega dugleg Dísa mín! Með stórt hús, stóra fjölskyldu og lítinn hund og alltaf allt svo flott hjá þér.
Þú ert svo mikil smekkmanneskja;)
Sé þig fljótlega!
Linda P. Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 22:46
Elsku Dísa mín, þetta er svona hjá okkur öllum....bara spurning hvað fólk er til í að tala mikið um það...já sumir vilja hafa allt svo flott á yfirborðinu og allt er svo æðislegt og flott og gott....en við vitum betur allir eiga sína upp og niður tímabil og börnin eru góð og stillt og líka óþekk...allavega þar sem ég ég veit um. Við fullorðnafólkið eigum líka okkar góðu og slæmu tíma, afhverju skildu ekki börnin líka eiga það.
Þið eruð frábær
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.