30.3.2008 | 00:00
Gáta...
Sá þessa gátu eða próf á einni bloggsíðunni og langar að leggja hana fyrir ykkur. Ef þið vitið svarið(hafið séð þetta) ekki segja frá og skemma,en endilega giskið einsog þið getið ÖLL. Kem svo með svarið þegar ég hef fengið einhver viðbrögð
Þetta er raunverulegt sálfræðipróf sem byrjar svona:
Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.
Spurningin er,af hverju drap konan systur sína?
(bætt við, EKKI kíkja á athugasemdirnar og herma,þið verðið að skrifa það fyrst sem ykkur dettur í hug)
knús Dísa
Athugasemdir
Afbrýðsemi,sá að systirin talaði svo mikið við hann í jarðarförinni.Pottþétt!!
Axel
Axel (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:26
Hún þráði svo mikið að hitta hann aftur svo að hún drap hana í von um að sjá hann þar, og fá símanúmerið hjá honum. Súrt en kannski er ástin svona....he he
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:15
Sammála Soffíu
Mamma (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:33
Jeminn Hanna Dísa, mér sýnist þú þurfa að endurskoða fólkið þitt!! Ekki líst mér á
Úrsúla Manda , 30.3.2008 kl. 15:28
Ég er búin að heyra þetta en man ekki svarið. Það er eitthvað alveg augljóst ennnnnnnnn. Hún klikkaðist og sá draug( maðurinn) og drap systir sína í kastinu.
dorath@internet.is (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:17
Ég er búin að heyra þetta en man ekki svarið. Það er eitthvað alveg augljóst ennnnnnnnn. Hún klikkaðist og sá draug( maðurinn) og drap systir sína í kastinu. Dóra frænka
dorath@internet.is (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:19
Til að hitta karlinn aftur.....
Ásta (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:43
Af því að systirin var með manninum;)
Linda P. Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 10:43
Ég er orðin óþolimóð, kæra frænka drífa sig. Dóra
Dóra frænka (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.