Ég er í djúpum....

Hér kemur svarið úr gátunni!

Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar,þess vegna drap hún hana!

EF þú gast rétt þá hugsarðu einsog geðsjúklingur. Þetta próf var gert af Bandarískum sálfræðing til að athuga hvort fólk hugsi einsog morðingi.  Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir allir rétt. 

Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt,gott hjá þér og gleður mig að vera vinur þinn. Ef vinir þínir fá bingó við þessari spurningu,þá mæli ég með því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðni fjarlægð frá þeim.

Ég er semsagt í slæmum málum með ykkur sum!!! Gott að Axel svaraði þessu ekki rétt haha!! Soffía þú ert bara svaka "sækó" og mamma ég ætla rétt að vona að þú hafir bara verið að herma eftir Soffíu en ekki fattað þetta sjálf. 

 

Annars bara allt fínt að frétta, við Maggi nýkomin inn úr dósa og flöskusöfnun fyrir Fram,fjáröflun fyrir Shell mótið í Eyjum. Við tókum Grænlandsleiðina og náðum ekki að klára hana þar sem við gjörsamlega troðfylltum vinnubílinn hans Axels og það bara eftir nánast eina götu. Held að einn pabbinn í hópnum sem bauðst til að lána bílskúrinn sinn undir flöskurnar og telja þær hafi séð illilega eftir því!! Þetta á eftir að fylla heilan gám og gamana verður að sjá hvað við söfnuðum fyrir mikið.

Fékk nánast sjokk á laugardaginn í matarboðinu hjá mömmu og pabba,vorum að horfa á upptöku frá frænku-systra og mæðgna ferðinni sem við fórum í til Akureyrar árið 2000!!! Ég var ca 20 kílóum léttari með svaka stutt og ljóst hár,(þetta var eftir að ég tók herbóið með stæl) og verð bara að segja að ég leit mjög vel út!!!!!!!! Sit hérna núna með eitthvað kínverskt detox,grænt te,búin að fara í 2 labbitúra í dag,svo þetta var þokkalegt spark í rassinn. Skal ná mér aftur svona. 

En þið semsagt sem svöruðuð "rétt" ættuð nú að fara að athuga ykkar gang!! híhí...

knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er málið með okkur konurnar, við gerum ekki annað en að spá í megrun og aftur megrun,djöffull er meður komin með mikið ógeð á þessu. Af hverju er maður ekki eins og fyrirsæta í útliti þá gæti maður gert eitthvað skemmtilegra við tímann.

Getur maður ekki pantað sér anorexiu einhversstaðar?

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:08

2 identicon

Ætli við værum ekki þá bara með áhyggjur af einhverju öðru! Býst við því, en skamm skamm Þóra þetta með Anorexiuna

En voðalega eru allir lélegir að kvitta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Dísa 

Ég sjálf (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 15:27

3 identicon

Já skammastu þín Þóra Kolbrún....þú villt sko örugglega vera feit heldur en að vera með þennan hræðilega hræðilega sjúkdóm sem anorexía er...fólk getur orðið svo svakalega veikt...  + það þú lítur nú alltaf út eins og fyrirsæta kella mín, svo sæt og fín alltaf.   Maður verður bara að horfast í augu við það að maður borðar bara ekki rétt...borðar sem sé meira en maður brennir og þá fitnar maður.  Við ættum bara allar að fara og hreyfa okkur meira, hvernig væri að við hittumst einhverstaðar skvísurnar í klúbbnum og tækjum góðan göngutúr svona 2x í viku og svo getur maður gert eitthvað sjálfur þess á milli.     Hættum að væla um hvað við erum feitar og höfum fitnað og gerum eitthvað í málinu ef viljin er þarna einhverstaðar

Kveðja Soffía(sem hefur líka bætt á sig)

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:52

4 identicon

Er búin að vera í megrun í 18 ár.....er oft orðin ansi leið á þessari hugsun og maður verður að fara að vera sáttur við sig eins og maður er og þá víst gerist það.

Já Dísa.....við vorum flottar á herbó tímabilinu en þetta er nú allt að koma núna. Er með mataræðið í "aðgerð" og æfi og æfi, tek bailine með style og ekkert herbó núna, á ekki mikið eftir og vil vera fín fyrir bikiníið á portúgal.... og svo er ég  víst sækó líka  
Þetta var bara eitthvað svo augljóst.

Við verðum að fara að heyrast, það er sko nóg um að slúðra núna....hlakka til að heyra í þér.

Er 7.júni enþá alveg negldur??

Knús Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband