3.4.2008 | 21:58
Morgunpirringur.....
Finnst svo langt síðan ég bloggaði eitthvað, var núna að koma frá Lindu þar sem ég er fasta gestur þar öll fimmtudagskvöld,horfðum saman á Hæðina. Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegur þáttur,en hef samt eiginlega orðið fyrir vonbrigðum með stílinn. Svolítið spes og þá kannski sérstaklega hjá "kassa" parinu er ekki alveg að gera sig finnst mér. Listaverkið sem þau voru að gera við ganginn með kopar kössunum og liturinn á veggnum,jesús minn eini!! Say no more...,
Er frekar sybbinn núna,Axel var svo yndislegur í morgun að hleypa Möndlu út á svalir kl 6 í morgun og gleymdi að taka kerfið af,þannig að allir vöknuðu auðvitað við djöfulsins lætin í kerfinu!!! Viktor og Marín vöknuðu auðvitað og komu upp í og sénsinn að fá þau til að sofna. Ég hélt ég færi yfir um í pirrningumlangaði að sofa lengur,en þau 2 saman upp í rúmi er =vakna!!! Ég þrjóskaðist við að ligggja lengur,og Marín fór þá bara upp og ristaði sér brauð með osti og marmelaði!! Drullaðist loksins á fætur,ungfrúmorgunfúlpunkturis.
Viktor var líka orðin þokkalega þreyttur hér í kvöldmatnum,sefur vonandi til 8 á morgun,það væri ljúft þar sem Maggi fer alltaf seinna í skólann á föstudögum.
Ekki mikið annað sem ég nenni að babbla um núna,leyfi ykkur að sjá hérna myndband með litlum snillingi.
Góða nótt og knús á línuna...kv Dísa
Athugasemdir
Bara að kvitta fyrir innlitið... hí hí já litlir voffar eru eins og lítil börn...þetta lagast og hún fer að sofa eins lengi og þið.
vona að þú verðir ekki orðin geggjuð áður en það gerist.
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 18:20
Hæ ! Gaman að lesa bloggið þitt, !!
það yrði nú voðalega gaman að hittast einn daginn !!! kveðja Erla
Erla Snorrad. (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.