7.4.2008 | 09:53
Helgin í öllu sínu veldi...
Jæja langt síðan síðast,gengur bara ekki. Alveg ágætasta heldi að baki verð ég að segja,einu barni færra á föstudagsnótt, og einu okkar færra á laugardagsnótt en fengum annað í staðinn
Maggi fékk að sofa hjá vini sínum á föstudaginn,fór til hans beint eftir æfingu og borðaði þar. Við hjónakornin fengum okkur göngutúr með gríslingana og komum við á videoleigunni og náðum okkur í mynd. Höfðum svo pínu kósý kvöld og horfðum á mynd og borðuðum nammi.
Á laugardaginn var ég komin fyrir hádegi niður á laugaveg með Marín og Viktor,hittum svo Axel sem var aðeins að vinna á laugaveginum. Fórum á útsölumarkað hjá Englabörnum og yfirhafnir keyptar á öll börnin,gerðum mjög góð kaup. Komum svo heim og Axel fór með Marín til ömmu og afa í Máshólum þar sem hún ætlaði að gista. Viktor og Mandla fóru með svo ég var ein í kotinu. Ætlaði að skella mér í smá kaffi til mömmu og pabba,en þau auðvitað ekki heima svo ég hringdi í Soffíu og ætlaði að fá mér kaffi hjá henni.Hún var á leið í Ikea svo ég bara skutlaðist með henni þangað þar sem ég hef ekki komið þangað lengi.
Til að gera langa sögu stutt,hittum við þar Dóru vinkonu sem var búin að reyna að koma til okkar beggja,þannig að við vinkonurnar enduðum allar saman í Ikea mjög óvænt og fengum okkur að borða þar saman á eðal veitingastaðunum í Ikea. Grænmetisbuffið klikkar ekki
Guðrún Sól frænka fékk svo að gista hjá Magga,sem um kvöldmatarleytið var orðin hálfraddlaus og slapparalegur. Ég mældi hann og minn komin með 39,3°. Þau frændsystkinin voru svo voða góð hérna saman,og fóru frekar snemma að sofa þar sem Maggi var svo slappur. Kvöldið var bara alveg hið rólegasta þar sem Marín mín var ekki heima og það munar nú um minna híhí...það er bara allt svo þvílíkt rólegt þegar annaðhvort Marín eða Viktor eru ekki heima,manni finnst maður varla bara getað hangið heima,langar bara alltaf að skreppa eitthvað í heimsókn. En við lágum bara öll upp í sófa og höfðum það voða gott.
Vaknaði svo um 9 á sunnudagsmorgunin með Viktor,vorum bara að slæpast hér um,en þegar Axel fór á fætur lagðist ég aftur upp í og náði að dotta þangað til það var hringt í mig um hádegið og þá drullaðist ég nú á fætur enda sólin úti og ekki hægt að liggja lengur. Fórum bara í bíltúr,fengum okkur í ,fórum í Ellingsen og Blómaval/Húsasmiðjuna og svo til tengdó að sækja Marín og þá var friðurinn úti
Skelltum okkur aðeins til Þóur sys þar sem Axel var ekki búin að sjá húsið hjá þeim eftir breytingu,algjör skömm af honum
Pabbi kíkti svo aðeins á okkur,mamma að vinna...en ekki hvað. Hryggnum skellt inn í ofn,bakaðar kartöflur og ferskt salat og steikt grænmeti namminamm. Lét svo Axel um uppvaskið eða (uppþvottavélainnkastið) og ég fór til Lindu sys að horfa á Sjálfstætt fólk,en komst svo að því að þátturinn var í opinni dagskrá en Þóra Lind búin að stækka eitthvað svo mikið, brosir út i eitt og er bara algjört bjútí.
Þannig var nú þessi helgi,bara ofurfín í alla staði. Maggi auðvitað heima,geltandi greyið út í eitt og með hita, svo er Viktor að fara í 3ja og1/2 árs skoðun kl 1. Ég auðvitað að þrífa núna þangað til ég sæki hann.
knús Dísa
ps. Erla já við verðum sko að fara að hittast,ég finn einhvern góðan tíma og bíð þér í kaffi
Athugasemdir
Kvitt kvitt...bara þessi sama gamla
Kv Fífí vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:43
Þú veist að ég les alltaf bloggið þitt en er bara að kvitta svo þú vitir nú af manni
Það verður kaffi hjá mér á fimmtudaginn kl:20:00.
love ya
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 15:53
Hæ,hæ!
Bara að kvitta fyrir innlitið. Ég kíki á hverjum degi en er ekki nógu dugleg að kvitta. Ég reyni að bæta það;)
Kv.Linda
Linda P. Sigurðardóttir, 7.4.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.