7.4.2008 | 23:07
Uppfull af orku...
já ég veit ekki hvað er að gerast?? Klukkan að verða 23.00 og ég í fúllesving! Trúi ekki að þetta Metasys sé strax farið að virka-ef þið þekkið það ekki þá eru þetta einhverjar megrunar og orku töflur.Reyndar er þetta svona megrunarplan í 3mánuði,en nenni nú ekki að fara út í smáatriði.
Frá því um hálf níu í kvöld er ég búin að ryksuga,skúra,ganga frá þvotti,taka úr uppþvottavél og ganga frá endalausu magni af fötum hér og þar. Það skiptir engu máli þó að maður gangi frá öllu á morgnana þegar börnin eru orðin 3,þetta er stanslaus vinna!
Annars fór ég með Viktor í 3 1/2 árs skoðun í hádeginu og það gekk svona glimrandi vel,eða þ.e.a.s. þegar barnið fékk loksins málið. Já hann opnaði ekki munninn fyrr en eftir ca 10 min. Og eftir það gekk allt einsog í sögu og hann svaraði nánast öllu rétt ein það eina sem hann vildi ekki gera og sagðist ekki kunna var að teikna strák!!
En ég gerði mig nú að þokkalegu fífli,jesús minn eini. Þegar læknirinn kom að skoða Viktor þá var hann að spyrja mig um heilsufarið og hvort hann væri ekki hraustur. Jú jú ég hélt það nú ekkert vesen,og svo spurði hann mig hvort hann hafi eitthvað verið með í eyranu eða fengið rör og ég hélt nú ekki það var bara systir hans sem fékk rör og var eyrna barn. Svo kíkti doktorinn í eyrað og fyrsta sem hann sagði,"já þarna sé ég eitt rör!!!!!!! " ég var einsog fífl og get sagt ykkur það að ég man ekki enn eftir því að Viktor hafi fengið rör?????
Maggi greyið ennþá veikur,hann hnerrar stanslaust og hóstar litlum þurrum hósta alveg útí eitt. Ætla með hann á vaktina á morgun og láta kíkja á hann.
Jæja þetta var nú bara svona smá aukablogg,takk þið sem kvittið (nánast alltaf sama fólkið) alltaf gaman og fær mann til að langa til að segja ykkur fréttir af mér og mínum.
Orku knús, Dísa xxx
Athugasemdir
Núna verð ég að fara drífa mig í að byrja bryðja þessar Hydroxycut töflur er búin að eiga dúnk inn í skáp í marga mánuði,væri alveg til í smá orkuskot núna
ég fór einmitt á vaktina í gær er búin að vera geltandi allt of lengi og með augnsýkingu ,ekki gaman.Ég er ekki frá því að læknirinn sem skoðaði mig hafi verið á nokkrum orkupillum ég hef aldrei séð annað eins hann hreinlega dansaði í kringum mig og þá meina ég ekki vangadans,meira svona crazydans
frekar fyndið.
síjú túnæt
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 09:01
Ég ætti kannski að prófa þetta metasys. Ég var búin að heyra af annarri sem prófaði þetta og varð svona hrikalega orkumikil;)
Hafðu það sem best! Alltaf gaman að heyra fréttir af þér og þínum.
Linda P. Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 14:05
Dugleg
Linda (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:28
hehe.... svona er þetta þegar börnin eru svona mörg..maður hættir að taka eftir
Eva H. (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 19:19
...........Þú ert nú bara fyndin. Ég veit ekki til þess að þú hafir þurft töflur til þess að taka til................ þú ert alltaf að taka til...
En annars eru þetta víst mjög góðar töflur, hef ég heyrt.
Annað hitt, það er mjög gaman að fylgjast með þínu bloggi, þú færð mann nú til þess að brosa út í annað og meira að segja bæði.
Jenný (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.