9.4.2008 | 21:11
Sól sól skín á mig....
Hitamælirinn á svölunum hjá mér kl 19 sýndi 15,7° spáið í þessu!! Í gærkvöldi leið manni einsog það væri aðfangadagskvöl,ekta jólasnjór. Núna bókstaflega öskrar veðrið á mann að koma út og vera úti í göngu og anda að sér ferska loftinu.
Enda stóðst ég ekki mátið eftir kvöldmat að skella mér í einn göngutúr með Marín,þar sem Axel er á leið á fund núna. Alveg yndislegt veður,ekta gönguveður.
Bombuklúbbur í gærkvöldi hjá Dóru,auðvitað borðað á sig gat,alltaf jafn gaman að fara í klúbb og hitta skvísurnar. Erum enn að reyna að finna okkur gistingu í Köben,en það er pínu erfitt þar sem við erum 8,yfirleitt gert ráð fyrir 6 eða færri
Orkan er enn alveg svaka fín,mér líður bara rosa vel og bara held að ég verði að trúa því að þessa töflur séu að virka svona vel,og það sem meira er,mér finnst sykurþörfin hafa minnkað alveg svakalega belívitornot.....nú bara hljóta kílóin að detta eitt og eitt,komin tími til!!!!
En svo svona til að forðast allan misskilning með þessi þrif hérna,þá er ég sko enginn Bree Van De Kamp eða hvað hún heitir. Held að ég sé bara komin með drasl og skítugt gólf á heilann. Heimilið mitt er sko ekkert steriliserað,en þar sem ég er með svona skemmtilega svartar flísar sem ALLT sést á þá þarf ég að skúra hér á hverjum degi ef vel á að vera. Svo þessi þrif sem ég er alltaf að tala um er bara svona týpísk,ganga frá fötum og dóti út um allt,setja í vél og ganga frá þvotti og klósett þrif. Þetta eru svona basic þrif. Æj þetta er bara það sem við erum allar alltaf að gera
Maggi minn ennþá lasin,er samt ágætlega hress,á eftir að mæla hann í dag en held hann sé nú allur að koma til. Ætla allavega að hafa hann heima á morgun.
Mandla mín sem ég er nú barasta ekkert búin að tala um held ég í mörg blogg í röð,er alveg æði. Algjör prakkari, það skemmtilegasta sem hún gerir þessa dagana er að stökkvað upp í klósettpappírinn og draga hann eftir öllu hér algjör villingur. Axel nýtur góðs af eyrnahreinsun frá henni ojojojojo....fer alveg inn að heila liggur við,og ætlar alltaf hreinlega að éta hann ef hún kemst í andlitið á honum. Svo emjar hann alveg úr hlátri og kitli þegar hún byrjar,skil ekki hvernig hann getur þetta
Amma og afi komu hérna í dag,færðu mér rós og svo bað afi mig um að auglýsa fyrir sig dekk til sölu á netinu,sumardekk.....svo ef ykkur vantar dekk þá er ég semsagt með ein til sölu sem voru á Hondu Forrest (held ég) nánast ónotuð,enda keyrir maðurinn varla nokkurn skapaðan hlut,má alls ekki við því að missa af stæðinu sínu út á plani. Og svo ef hann fer niður á Laugaveg þá tekur hann strætó!!!!
Svo er það James Blunt,djössins verð er á þetta,en ég bara verð samt. 14900 dýrustu miðarnir og svo 12.900.....mig langar ekki í ódýrari en það því þá er maður á einhverjum skíta stað.
Knús Dísa
Athugasemdir
Það er Subaru ekki Honda elskan , fékk smá kast þegar ég las þetta
Dóra frænka (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:05
Já ég veit það núna
veit ekki alveg af hverju ég hef alltaf haldið að þetta væri Honda!! Er búin að selja dekkin fyrir hann allavega....knús Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.