11.4.2008 | 22:41
Helgin framundan...
Búin að selja dekkin fyrir afa tók ekki langan tíma hjá mér,hann vildi fá 35.000 en ég seldi þau á 27.000 kr. Búið að sækja þau og borga svo ég er mjög sátt. Auðvitað það fyrsta sem afi sagði,og hvað tekurðu fyrir þetta,veit ekki hvort maður á að móðgast eða hvað,einsog maður geti ekki gert neitt án þess að fá eitthvað í staðinn og hvað þá fyrir afa sinn. En hann er nú bara svona kallinn og ég er bara voða ánægð að hafa getað selt þetta á Barnalandi fyrir hann, hafði barasta ekkert fyrir því.
Veislan í gær hjá Þóru var hreinlega einsog hún væri að bjóða í 50 mann fermingarveislu.Jesús minn eini,þvílíkar kræsingar og hvert öðru betra sem maður fékk sér. Takk kærlega fyrir mig og minn Þóra mín.... vaknaði líka með þokkalega bólgin í morgun og giftingarhringurinn fór ekkert á puttann í allan dag
Mamma var ekki í afmælinu í gær,maður fer að hætta að þekkja kellinguna,þvílíkt sem hún er alltaf vinnandi. Já það er af sem áður var með þessar ömmur og afa,alltafvoru þau heima til að taka á móti manni í kaffi og leyfa manni að setja rúllur í hárið á sérbaka pönnsur og svoleiðis. Nú eru allir svo hressir langt fram eftir öllu,vinna út í eitt og úti um allar trissur,meira vesenið. Ekki það að þau séu nú ekki dugleg foreldrar mínir þegar tími gefst en, bara svona yfir höfuð hvað allt er orðið breytt bara frá því ég var lítil og það er nú ekki langt síðan
maður hreinlega bjó hjá ömmu og afa og vissi ekkert skemmtilegra en að vera með ömmu á meðan afi var að vinna.
Reyndar í mömmu ætt,var ég mjög heppinn,Anna,Góga og Helena voru auðvitað fyrir austan og engin önnur barnabörn svo ég var ansi mikið hjá þeim,Halldóru frænku til hryllilegrar mæðu,jesús minn ég gæti nú skrifað heila bók um það haha,en líka hjá hinum ömmu og afa,ómetanlegt. Já tímarnir breytast og mennirnir með,þannig er þetta nú bara.
Er að fara á Skoppu og Skrítlu með leikskólanum í hádeginu á morgun. Og svo á Sigfús afmæli á sunnudag og þá fara krakkarinr í afmæli.... þetta er það eina planaða með þessa helgi.
Knúsíkrús, Dísa
Athugasemdir
Guð minn góður var ég svona vond við þig, mér er farið að líða mjög illa yfir þessu, það hlytur eitthvað gott að sitja í minninguni, er það ekki Dísa mín, ég á ekki von á góðu ef þú ætlar að gefa út bók um þessa hræðilegu frænku, ég hélt að ég hefði verið svo góð við þíg og systur þínar alltaf að passa ykkur. knús Dóra
Dóra frænka (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:50
Rosalega ertu alltaf dugleg að blogga, það er orðið annað með mig, sem kem mér ekki í það eftir daganna í skólanum, en verð nú dugleg að henda upp ritgerð núna.
É verð heima á sunnudag, hringdu þegar þú hefur tima og næði....kv Ásta
Ásta Marta (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 06:44
hæ hæ...já það er sko af sem áður var og nýjir og breyttir tímar..og ekki alltaf til batnaðar. Aumingja Dóra greyjið...hún getur nú ekki hafa verið svo brjáluð..alltaf svo róleg og skemmtileg þegar maður hittir hana.
Kv Fía pía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.