Dóra frænka og næturmartraðirnar......

Dóra greyið í sjokki yfir því að hún hafi verið svo hræðileg við mig, hún var auðvitað 8 árum eldri en ég,og ég var endalaust hjá ömmu og afa og ekki skrítið að hún yrði stundum dálítið afbrýðsöm.

Ég sá allavega Dóru í hyllingum þegar ég var lítil,langaði að verða alveg einsog hún,og eiga nákvæmlega eins föt og hún,og ég gat ekki beðið eftir að stækka svo ég myndi nú passa í fötin hennar. En Dóra var á gelgjunni og var oft stuttur þráðurinn hjá henniLoL(ég hlæ alveg núna þegar ég hugsa um þetta). Næturnar voru erfiðastar.... ég átti mjög erfitt með að sofna,var alltaf í rúminu hennar Dóru sem átti herbergi við hliðina á ömmu og afa. Hún var yfirleitt einhvarsstaðar úti að skemmta sér,semsagt lá ég alltaf andvaka mjög lengi,var með áráttu líka,þurfti alltaf að blikka augunum á mér svona 20 sinnum því annars hélt ég að þau myndu límast saman!!! Svo kallaði ég alltaf reglulega til ömmu og afa, "eruð þið sofnuð"??

Allavega mátti ég ekki hreyfa mig mikið upp í rúmi þegar Dóra var þar,en ég var og er með þann kæk að þurfa nudda saman tánum og iljunum þegar ég fer að sofa. Dóra var gjörsamlega brjáluð og dúndraði oft í mig og sagði mér að vera kjurr!! Þá auðvitað var ennþá erfiðara að sofna því ég var svo stressuð......guð þegar ég fer að hugsa um þetta,aumingja ég á taugunum,og aumingja Dóra að þurfa alltaf að vera með mig upp í rúmi hjá sér. Þetta er alveg stórkostlegt. 

Þannig var nú þetta svona í stórum dráttum LoL Dóra mín ég vona að það sé nú í lagi að gera þig svona að söguhetju í blogginu mínSmile, þetta voru nú ekkert allt slæmar minningar,alltaf gaman þegar þú varst að passa okkur í Dvergabakkanum,og svo urðum við nú bestu vinkonur eftir að þú komst af gelgjunniTounge

love u knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hí hí hí .....gefðu út bók ég skal kaupa eintak...

Kveðja Fía froskur

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:16

2 identicon

Allt í góðu, ef þú er sátt er ég sátt"elskan mín"

Dóra frænka (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband