13.4.2008 | 20:48
Afmæli...
Sigfús Árni frændi Lindu og Mummason á afmæli í dag, 4 ára. Elsku frændi innilega til lukku með daginn þinn. Krakkarnir fóru einmitt í afmæli í dag,og ég kíkti svo í kaffi þegar ég náði í þau.
Helgin búin að vera bara svaka fín auðvitað, Soffía vinkona kíkti aðeins í kaffi í dag,og að klippa fyrir mig klærnar á Möndlu. Annars er ég ekki búin að gera neitt sérstakt í dag,fyrir utan að kíkja í smá afmæliskaffi. Mamma og Pabbi,sjaldséðu í meira lagi, komu hérna við áður en þau fóru til Sigfúsar í grillveislu.
Í gær kom Jóhanna systir hans Axels og Andri Már aðeins í heimsókn til okkar, en svo hittum við þau aftur ásamt Daníel á Ruby Tuesday um kvöldið,svo við fengum okkur borð saman og höfðum það ágætt á þessum líka ekki mikið spes stað. Veit ekki hvað við biðum lengi eftir matnum sem var svo ekkert spes og fokdýr,krakkarnir sem unnu þarna allir undir 20 held ég voru að kafna úr fýlu flest þeirra því það var svo mikið að gera. Einsog það er nú gott að fara á þennan stað í USA,ekki hægt að líkja þessu saman.
Fórum svo bara heim, Axel þurfti að vera að skjótast að bóna nokkrar ferðir á einni hárgreiðslustofu,en þess á milli kom hann heim og við vorum að þrífa hér aðeins,ryksuga og skúra frameftir öllu,þvílíkt dugleg og orkumikil hjónin. Vorum að til að verða 2,en þó ekki að þrífa allan tímann.......
Krakkarnir bara hressir,Maggi fer loksins í skólann á morgun, og Marín og Vitkor skemmtu sér já alveg svakalega vel á Skoppu og Skrítlu í gær,bara mjög góð sýning hjá þeim og góður húmor.
Veðrið alveg geggjað núna,bíð eftir að Axel komi heim,skrapp á smá fund,mig langar í smá göngu núna.
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ skvísa, bara að kvitta fyrir mig...gott að þið hjónin gerið eitthvað annað en að þrífa saman !!!!!
he he he....
Kveðja Fífí
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:47
Hva er bloggstífla í gangi
Hvenær er næsta kraftganga?
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 15:31
Jebb,stend mig eins vel í blogginu og flestir í að kvitta hjá mér
endilega höfum göngu fljótlega,en kemst ekki í kvöld!
Ég sjálf (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.