18.4.2008 | 09:36
Kýli,kúla,kíli.....eða hvað??
Aldeilis lélegheit í mér núna,ekki búin að blogga neitt í 5 daga og býst við að mínir æstu lesendur þyrsti í smá fréttireða ekki...
Allavega er ég eitthvað skrítin í hálsinum núna,komin með einhverja kúlu,og finn aðeins til þegar ég kyngi. Búin að vera svona í nokkra daga,nema kúlan bættist við í morgun,vona að þetta sé ekki eitthvað æxli. Ætla skella mér til doktorsins á eftir. Er líka að fara í brúnkuklefa-eða spray eða hvað þetta heitir,með Þóru systir,en ég hef aldrei farið í svona áður og eiginlega kvíður hálpartinn fyrir. Veit ekkert hvernig útkoman verður,en maður fær víst að ráða hvernig lit maður vill og við Þóra ætlum að fá okkur Blanco negro!!! Maður verður að vera brúnn og fínn,Bombubrúðkaup á morgun....Svala skvís og Heimir að fara gifta sig loksins eftir 17.ára samveru!! Hlakkar svo til.
Við hjónin fórum á Kringlukast í gærkvöldi,hentum krökkunumn til ömmu og afa sem búa eiginlega við hliðina á Kringlunni. Keyptum bara handa þeim McDonalds og létum þau borða hjá Öog A. Við keyptum mjótt svart bindi á Axel,það eina sem hann vantaði uppá. Hittum svo Soffíu vinkonu sem var að kaupa sér buxur,og við enduðum öll saman á Kaffi París og fengum okkur smá snarl. Agalega fínt.
Krakkarnir fara allir í næturpössun,fattaði svo að ég hef ekki hugsað fyrir henni Möndlu minni,en ég vona bara að hún fái að vera hjá tengdó líka úpps....hún er svo góð greyið.
Annars eru krakkagríslingarnir alltaf jafn hressir,verð nú samt að viðurkenna að morgnarnir eru barasta ekkert spes. Fyrst er byrjað á að rífast um hver á að halda á hundinum," ég,nei ég,nei þú ert alltaf með hann, látið hann niður,neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii osfrv." mjög gaman,Maggi alltaf pirraður komin á það stig að hann pirrast yfir öllu sem við segjum og gerum,systir hans sérstaklega,Marín er ungfrú morgunfúl.is, og hreinlega urrar á mann,og fer ALDREI í þau föt sem ég hef valið á hana,þau eru alltaf óþægileg.Þegar hún byrjar morgunin svon,fer ég bara út úr herberginu og læt hana sjá um sjálf,hún er orðin ansi góð í að velja á sig,þó að stundum sé þetta aljgört slys hjá henni!!! Já já þetta er ansi mikið fjör en auðvitað verður maður bara að halda ró sinni eða reyna það allavega.
Allavega skemmtileg helgi framundan,ekki oft sem manni er boðið í brúðkaup,alveg meiriháttar.
Knús og verið góð við hvort annað,og góða helgi
Athugasemdir
Jæja verður maður ekki að kvitta
jeb er farin að hlakka alveg rosalega til brúðkaupsins hjá svölu og heimir,sjáumst allar hressar og kátar á morgun kv Linda
Linda (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:50
Jebb við verðum svartar,kannski verð ég líka einu sinni brúnni en Linda muhahahahahahahaha
síðan er svo gefandi að standa á nærunum fyrir framan ókunna konu og láta hana úða á mann brúnu jukki,þetta verður bara gaman.
Síðan er bara spurning um það hver er með kaupsýki af okkur,Dísa ég held að þú sért að vinna
.
Hlakka til að standa með þér nakinni á eftir.
knús Þóra Kolla "soontobebrownbeutybomba"
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:50
kvitt kvitt.............ég ætla ekki að vera nálægt ykkur, maður verður alveg eins og Njáll næpa..
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.