20.4.2008 | 22:54
Brillup-ið....
Meiriháttar kvöld að baki, glæsilegt brúðkaup í alla staði í gær hjá Heimi og Svölu. Athöfnin sjálf var bara sú skemmtilegasta held ég sem ég hef upplifað,presturinn séra Vigfús var alveg meiriháttar og sló í gegn. Allt svo létt yfir þessu,lét alla klappa,bæði fyrir brúðhjónunum og svo söngkonunni henni Sessu (held ég fari rétt með) sem var í Idolinu einu sinni. Hún söng alveg ofsalega fallega,og fékk tárin til að streyma.....og það var bara byrjunin hjá mér, en ég kem nú betur að því síðar.
Svo var haldið í veisluna, Linda sveitt upp í sal að fylla á allt gúmmulaðið,og Mummi að fara yfir um af stressi greyið,en hann var veislustjóri. Það er bara skemmst frá því að segja að þau leystu þessi verkefni alveg eins og best verður á kosið,maturinn var geggjaður og veislustjórnin 1sta flokks.
Svo hélt pabbi hennar Svölu ræðu,og í byrjun var hann svo hrærður greyið þegar hann var að segja frá því að stoltur faðir leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið,hann þurfti að stoppa,og táraflóðið hjá mér byrjaði,en sá hélt flotta ræðu og skemmtulega,sem betur fer grét ég ekki allan tímann.
Því næst komu upp á svið,kennarar sem vinna með Svölu,en þær fengu 2 stráka sem Svala kennir til að spila og syngja. Þeir voru 2 á rafmagnsgítar og sungu,þvílika snilldin,ég fékk gæsahúð og tárin byrjuðu aftur að streyma,þetta var svo sérstakt hjá þeim og vel gert,söngurinn og spilið alveg svakalega sérstakt og ég get eiginlega ekkert lýst þessu. Enda fengu þeir þvílíka klappið og stappið og voru kallaðir upp og sungu aukalag á dönsku..en ekki hvað fyrir dönsku kennarann. Eitt er allavega víst að þessir strákar falla ekki hjá Svölu í ár!!!!
Rebekka Ýr dóttir Svölu og Heimis sem er 7 ára,kom svo upp á svið og söng ein og óstudd,með engan undirleik "Nína"......á þá byrjuðu tárin aftur að streyma hjá mérog þið sem eruð núna að hugsa,hvað var hún eiginlega búin að drekkar,þá skal ég segja ykkur það að 1 og 1/2 freyðivíns glas fór ofan í mína á meðan á öllu þessu stóð og gos með matnum....bjórinn kom seinna
Fékk líka að heyra það frá Gógu og Önnu Gyðu að það hafi ekki verið hægt að horfa á mig,á meðan á þessu stóð.
Ætla nú ekkert að fara yfir allt brúðkaupið í smáatriðum,en þetta var alveg frábært,drakk alveg nokkra bjóra og svo skelltum við Þóra,Aron,Soffía og Anna Gyða okkur á ball. Ætluðum að fara á Sálina í kópavoginum og vorum komin þar fyrir utan þegar við heyrðum í útvarpinu, eurovision lagið okkar í ár,og svo var sagt frá því að Eurobandið væri á Broadway og frítt inn, en þetta var rúmlega 1. Svo við bara brunuðum á Broadway í staðinn þar sem við vorum með Þóru einkabílstjóra.....bæðevei takk elsku Þóra mín fyrir skutlið á ballið og svo heimkeyrsluna lika knúsknús!!
Drifum okkur beint á dansgólfið og þá er hljómsveitin að kveðja í bili,voru á leið í pásu. Svo við fórum bara öll á barinn og fengum okkur bjór. Það var nánast tómt þarna,svo ekki var skrýtið að frítt var inn enda spiluðu þau svo bara til rétt rúmlega 2 takk fyrir!! En við dönsuðum allan tímann allavega,já og Elín Eva gaman að sjá þig
Og það skemmtilegasta við þetta er auðvitað,að endilega þurfti að vera einhver á videokameru fyrir ofan okkur,og í endann segir Friðrik Ómar okkur að vera í svaka stuði því þeir ætluðu að senda þetta til Serbíu,semsagt lagið This is my life,eða videoið þar sem við vorum öll að dansa og syngja einsog brjálæðingar,jebb alveg meiriháttar
Dagurinn í dag bara búinn að vera ágætur,fórum í Holtagarðana familían,besta við þá ferð voru Bæjarins bestu namminamm. Við Axel fórum svo núna í kvöld að þrífa eina hárgreiðslustofu,og svo er bara verið á leið í bælið núna fljótlega.
Hér er svo ein mynd af kvöldinu,bombuklúbburinn,athuga hvort ég nenni að setja inn myndir.
Knús og tak fyrir allt kvittið,
Dísa
Athugasemdir
Hæ mín kæra...allaf gaman að lesa hjá þér bloggið
já og takk kærlega fyrir síðast...ekkert smá gaman !!
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:11
jEB TAKK FYRIR SÍÐAST BARA GAMAN
VAR HJÁ BRÚÐHJÓNUNUM Í GÆR ,ÞAU FENGU BARA FLOTTAR GJAFIR,VÆRI TIL Í AÐ GIFTA MIG SVONA Á 5 ÁRA FRESTI ,BARA SAMA MANNINUM ALLTAF
KV lINDA
LINDA (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.