26.4.2008 | 15:26
Gleðilegt sumar...
Það er búinn að vera föstudagur hjá mér í 3 daga finnst mér og loksins komin laugardagur frí í leikskólanum miðv,fim og föstudag....ekkkert smá mikið fjör.
Erum bara búinn að vera á flakkinu síðustu daga,fórum í Ikea við Linda systir og ég keypti skrifborð, stól og mottu,bleikt auðvitað handa Marín. Nú þarf skvísan að fara að æfa sig fyrir skólann í haust.
Á sumardaginn fyrsta fórum við að horfa á Magga keppa,snillingurinn hélt áfram að skora og bætti 4 mörkum á reikninginn.Fengu svo að velja sér eitthvað á útsölunni í Dótabúðinni í Smáralindinni í tilefni dagsins. Ég var eitthvað svo mikið i símanum þegar þau voru að velja sér og greinilega ekki alveg í sambandi,því Viktor fékk búning.....Djöfulinn sjálfan,og valdi sér svo í þokkabót áður en hann fann búninginn,sprotann eða hvað þetta er sem djöfullinn heldur alltaf á,svartur með rauðum gaffli á endanum-skiljiði??!!! Ég var alltaf að vesenast að finna stærð sem passaði og leyfði honum svo bara að velja og þetta var semsagt útkoman
Stórfamilían var svo öll í mat hjá Þóru og Aron-þ.e. við systurnar, mamma og pabbi. Fengum svaka gott grill sem mamma og Þóra buðu uppá,Linda gerði salatið og ég Desertin,ohhh það var ekkert smá gott að fá grill. Þarf að fara að fjárfesta í einn einu grillinu núna. Mikið fjör enda,2 hundar og 6 bör, en Robbi og Maggi voru einir heima þar sem þeir voru á æfingu og ekkert spenntir fyrir þessu matarboði, orðnir svottan unglingar
Var svo að koma úr Kolaportinu,með Marín og Viktor, skelltum okkur svo aðeins í Kringluna að útrétta aðeins og erum nú komin heim og krakkarnir farnir út að hjóla í þessu geggjaða veðri.
Maggi fór að horfa á æskuvin sinn Róbert Snæ keppa í fótbolta og svo koma þeir hingað og fá að gista saman.
Eitt GEGGJAÐ lag hérna í lokin,en þetta var m.a. sungið af nemedunum hennar Svölu í brúðkaupsveislunni síðustu helgi............þvílík snilld.
Knús Dísa oh virkar ekki lengur en prófa þetta
http://www.youtube.com/watch?v=T2NEU6Xf7lM
Athugasemdir
þetta lag er algjör snild
jeb mikið búið að vera gera hjá okkur
hlakka til að koma í mat á morgun kveðja linda
linda (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 21:08
Hæ ! Gaman að lesa bloggið þitt !
Kveðja Erla Snorra
Erla (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:25
Gleðilegt sumar
knús í ísdollu
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.