28.4.2008 | 21:26
Sitt lítið af hverju....
Yndislegur dagur að kveldi komin,Maggi situr við hliðina á mér og er að læra ljóð utan,Marín og Viktor sofnuð og yngsta dýrið,hún Mandla í nettu kasti. Hún er farin að færa sig upp á skaftið heldur betur,leggur Magga í pínu einelti þegar hún er í köstunum sínum. Stekkur á lappirnar á honum og reynir að éta á honum fæturna og náttbuxurnar gerir þetta aðallega við hann,því hún finnur greinilega að Maggi er eittvhað óöruggur við hana. Nú hleypur hún hérna um allt,móð og másandi og urrar í þokkabót einsog hún sé orðin 5 ára
bara skemmtileg.
Við Linda,Mummi og Axel vorum að ákveða að skella okkur til Minneapolis,svona nokkrun veginn. Munar ansi mikið á fargjaldinu þangað miðað við Boston. Þetta eru svosem sömu búðirnar allsstaðar,en í Minneapolis eru engir skattar á neinum fatnaði,munar um þaðþetta er svona algjör shopping borg. Við fáum okkur auðvitað bíl og keyrum allt sem viljum fara,verður alveg geggjað,við förum allavega,sjáum svo hvað Linda og Mummi gera. Þóra og Aron eru búinn að panta sér ferð til Boston,fengu hana á góðu verði,allt búið að hækka núna.
Svo er það Köben með bombuklúbbnum í sept,svo það er nóg að hlakka til.
Fór í Ikea á sunnudaginn með Marín,fann svona svaka fína hillu samansetta,í sýnishorna deildinni svo ég hringdi í Axel og hann og VIktor komu á vinnubílnum til að sækja hilluna. Keypti líka bleika kommóðu í stíl við skrifborðið hennar undir sjónvarpið og aðra mottu,svo herbergið hennar er orðið svaka flott.
Á miðvikudaginn fer ég svo með Marín og Viktor upp í bústað til mömmu og pabba,ætlum að fara bara strax eftir vinnu hjá mömmu,en Axel þarf að vinna og Maggi að keppa á fimmtudagsmorgunin,svo þeir ætla að vera heima feðgarnir með Möndluna. Það verður yndislegt að komast í sveitasæluna,ætla að hafa það svakalega gott.
Langar að benda ykkur á sem EKKI hafa smakkað Ben & Jerry´s ísinn að láta það ógert. Þvílíkt sem ég er orðin húkt á þessu,Karmel Sutra og New York eitthvað ,það ætti bara að banna þetta. Dollan er ekki nema yfir 1000 kaloríur!!!! Ég er farin að stelast stundum í hádeginu í svona ís,í staðinn fyrir hádegismat,enda er ég auðvitað algjör sjúklingur,en hey ég gat þó hætt að reykja og eitthvað verða ég að fá í staðinn. Ekki tekið smók síðan 7 janúar ca á miðnætti!!!!
Veðrið er barasta æði núna,vildi að ég kæmist út í göngu og þá helst í seljahverfið með Þóru,en Axel eitthvað að bónvesenast.
Pétur sem er búin að vinna hjá okkur í rúmt ár var að kveðja okkur,eigum eftir að sakna hans,enda búin að standa sig svakalega vel. Aldrei að vita nema hann komi aftur. Ætlar að fara til Póllands aftur og taka einhver próf-meiraprófið allavega.
Nú er bara framundan að koma sér í hellulagnir,verðum að fara að drífa í því. Næst á dagskrá að panta gröfu og rumpa í burt stóru steinunum,allt að gerast vonandi....fljótlega.
knús Dísa....og ég var nú að kíkja á myndaalbúmið hjá mér og sá þar einhverjar athugasemdir sem ég vissi ekki af,gaman að því. Og Jenný ég skil ekki að þér finnist við allar svoan líkar á myndinni!! En fyndið hvað við erum allar með sitthvoran hárlitin
Athugasemdir
Mikið búið að vera að gera hjá þér Dísa mín ,jeb maður kemur í mat og ákveður eitt stykki utanlandsferð
shit hlakka bara til ,eigum eftir að tækla pössun
það er nú seinni tíma vandamál er það ekki
kv Linda
Linda Rós (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:31
Hva það er bara alltaf verið að panta sér ferðir út
Ertu viss um að það séu ekki einhver ávanabindandi efni í þessum ís,hentu nú dollunni og komdu með mér á æfingu.Það eru bara 134 dagar í Koben og við ætlum ekki að vera eins og rúllupylsur að versla í Big Girls.
Þið munið bara að mamma og pabbi verða að passa fyrir mig þegar ég fer til Noston í Nóv.Þannig að það má ekki panta á sama tíma
Knús í krús
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 09:27
Frábært....það er nú örugglega hægt að versla eitthvað í Mall of America, ekki það að ykkur vanti nú klæði utan á ykkur...he he he..það verða nú bara keyptar jólagjafir er það ekki..hmmm hmmm
Síjú love
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.