Víkingur orðin 100 ára...

Já við erum á leiðnni í Víkina á eftir að fagna 100 ára afmæli Víkings. Fer með pabba fyrst upp í bakarí að sækja afmæliskökuna,þarf 2 jeppa undir hanaWink....já ég er sko komin á jeppa. Á miðvikudaginn bara kvissbammbúmm,Axel prófaði Lincoln Avigator,svartur,dökkar rúður,6 manna,DVD,leðuklæddur og svaka fínn. Gerðum tilboð sem var tekið og án þess að Audi-inn hafi verið skoðaður hjá okkur af þeim,Glitnir átti Lincolninn. Ég fékk að fara upp í bústað á nýja bílnum,Axel var eftir og þreif Audi-inn hátt og lágt og skilaði honum svo á föstudaginn.

Já ég fór upp í bústað til mömmu og pabba á miðvikudaginn,við keyrðum í samfloti um hálf fimm leytið,bara ég Marín og Viktor,mamma og pabbi. Axel og Maggi voru heima,en Maggi var að keppa á fimmtudags morgunin og Axel að vinna. Þetta var alveg svakalega fínt,fórum í menningarferð á Þingvelli á fimmtudaginn,ég hef ekki komið þangað í held ég síðan ´97 "roðn". Ég er nefnilega með Þingvallar fóbíu!! Allavega þegar kemur að því að fara með börnin mín þangað. 

Málið er að þegar ég var ca 6-8 ára þá kom held ég í fréttum,eða einhver sagði mér (eða laug) að stelpa hefði dottið niður í gjótu þarna og dáið-eða horfið? Veit ekki hvort þetta er satt eða ekki,en allavega hefur þetta setið svona á sálinni á mér,og ég fæ alltaf sting í magann þegar ég hugsa um að fara með börnin mín á Þingvelli,ótrúlegt, ég er svo skrýtin.

Reyndar fórum við upp á svona útsýnis pall,þar sem var búið að girða af þar sem fólk átti að standa, enda bara þverhnípi (hvernig sem þetta er skrifað)niður. Og þarna var fólk komið inn fyrir handriðið með dóttur sína ca 7 ára!!!!!!!!!!!!! Éf hefði getað öskrað á þau,meiri andksotans vitleysan,og núna þegar ég skrifa um þetta og bara hugsa um þetta þá fæ ég alveg í magann. En þarna er mikið fallegt auðvitað og pabbi sagði mér hvað allt hét og hvað var gert hvar í gamla daga,alveg einsog ég væri 6 ára LoL og vissi ekki neitt. Svo voru þau alltaf alveg í sjokki þegar þau sáu rjúpu,átti að rífa upp myndavélina og taka myndir,en mér fannst þetta ekkert merkilegt,bara einsog að sjá máv,eða eitthvað álíka haha.... ég og fuglar,það er eitthvað sem þau gera mikið grín af mamma og pabbi. Ég viðurkenni að ég þekki nánast ekkert af þessum fuglum. En mamma og pabbi, ég lærði nú alveg heilmikið á þessu Grin um fjöll,fugla og ÞingvelliBlush takk takk.

Kom heim semsagt í gær,og varla komin inn um dyrnar,þá gubbaði Viktor hér á forstofu gólfinu. Marín var eftir upp í bústað,heppin skvísan, svo það er nú bara ég og strákarnir hér,þokkalega rólegt baraSmile. En VIktor gubbaði aftur í nótt,og enn og aftur segi ég,hvernig er hægt að vera ekki með vatnssugu og mann sem kann á hana. Þvílík snilld þegar ælan fer í sængina og á dýnuna og gólfið....ojjjjjjjj en auðvitað liggur fólk ekkert með svona græju,veit það vel,en þvílíkan snilldin. Hann er allvega eld hress núna og við ætlum sko að fagna með Víkingunum okkar í Víkini,ekki allir sem eiga afa og pabba sem er leikjahæsti Víkingurinn frá upphafi,geri aðrir betur. 

ÉG ólst upp á fótboltavellinum,fannst það alveg meiriháttar,og minningarnar eru sterkar úr búningsherbergjunum,þar fór maður alltaf með pabba eftir leiki,fékk kók eða appelsín,það var toppurinn og hlustaði á þá fagna,því auðvitað unnu þeir nánast alltaf. Pabbi er og verður alltaf Víkingur,stendur með sínu félagi í blíðu og stríðu,og þannig er þetta með mennina af hans kynslóð,þeir eru tengdir blóðböndum við félögin sín, þá voru menn í þessu af ástríðu en ekki fyrir peninga einsog í dag að menn skipta um félög einsog nærbrækur. 

Áfram Víkingur,

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt...og til lukku með bílinn

fæ nú kannski far einhvern daginn...er það ekki

Kv Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 22:58

2 identicon

Til lukku með nýja flotta bílinn og pabba gamla, frábært. Kári er einmitt víkingur mikill og æfði með þeim þar til hann fór í atvinnumennskuna og er ég alltaf að tala um pabba þinn við hann
Settu mynd af bílnum á bloggið, langar mikið að sjá.

Ef ég hef nú ekki heyrt þessa þingvallasögu líka, alveg finnst mér hún klingja bjöllum....hummmmmm.

Knús elsku vínkona, Ásta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 12:07

3 identicon

Hæ elsku vinkona og takk fyrir spjallið rétt í þessu......var búin að lofa að hætta bara að lesa og ekki kvitta......

Dóra (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband