6.5.2008 | 00:26
Kellingin í Nóatúni..... ómægúd
Gleymdi að segja ykkur frá þvi í dag, en við Linda fórum í Nóatún eftir göngutúrinn í dag til að kaupa okkur brauð og meðlæti. Nema hvað að ég er búinn að finna þetta fína brauð og spyr konu bakvið bakaríis hornið hvort hægt sé að fá brauðið niðursneitt? Já hún hélt það nú,kom beint úr uppvaskinu með gulu gúmmíhanskana,þurrkaði þá aðeins og tók við brauðinu. Ég gapti af undrun á hana,og skyndilega missti málið. Linda kom þá akkúrat og sá að hún var að setja brauðið í skurðarvélina með fínu gúmmí hanskana á höndunum!!!!!!!!!! Linda spurði hana hvort hún ætlaði virkilega ekki að taka hanskana af sér??? Konan sem var örugglega milli 40 - 50 varð mjög hissa og aumingjaleg,sagðist bara vera í vatninu og hvort að við vildum frekar að hún notaði bara hendurnar (án hanskanna) Linda spurði hvort hún væri nú ekki með plast-einnota hanska. Konan (sem ég var farin að vorkenna) var svo aumingjaleg eitthvað, en sæjuð þið ykkur í anda mæta inn í Jóa Fel og skvísurnar kæmu bara beint úr uppvaskinu með gulu eða bleiku gúmmíhanskana og afgreiddu ykkur þannig?? Don´t think so!!!
Annars setti ég inn nokkrar myndir í mai albúm
knús Dísa
Athugasemdir
Oj hvað er að fólki,ég hefði orðið orðlaus.Þið voruð samt heppnar að hún talaði íslensku
.
Er ekki dinner í kvöld? hvað segir þú um heimabakaðar pizzur
.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:51
Dóra (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:24
Halló Halló. Mér finnst þið systur tala svolítið mikið um mat.
Mamma 
Mamma (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.