6.5.2008 | 23:50
Systra dinner og vinkonu lunch....
Það var aldeilis fjör hérna í kvöld, systurnar komu í mat með krakkana,en kallarnir voru skildir eftir heima-eða í vinnunni Borðuðum svaka góðan kjúklingarétt og svo kom Þóra með þvílíka bombu í eftirrétt.....það er líka mergrunarlausi dagurinn í dag um allan heim
vissuð þið það ekki?? Ég tók Bjarka með mér heim úr leikskólanum,og ég bara vissi ekki af krökkunum hérna niðri á meðan ég var elda, en svo byrjaði nú fjörið þegar líða fór á. Fengu ávaxtaskál fyrir mat,svo matinn,og svo hafrakodda,eða LGG og einhver peru og blebleble....kunna sér ekki hóf,frekar en við systurnar!!
Kallinn kominn til Amsterdam,heyrði í honum áðan og hann hefur það bara mjög fínt. Fór beint á sýninguna með ferðatöskuna og alles eftir flugið og var svo úti að borða í kvöld í boði einhvers fyrirtækis sem hann verslar við. Hann er búin að finna H&M svo ég er glöð
Dóra vinkona kom hingað í hádeginu með þennan fína lunch frá Jóa Fel( úps byrja ég aftur að tala um mat...sorry mamma)og fullan poka af fötum á Magga, en við semsagt höfðum það voða fínt í hádeginu,og ekki slæmt að fá svona heimsendingarþjónustu - lunch og vinkonuspjall,já og Dóra TAKK fyrir kvittið,loksins
Finnst orðið svaka mikið rennerí hérna á síðuna allt í einu,skil ekki?? Og ekki fjölgar kvittunum neitt,hmmm spurning um að fara bara að læsa síðunni svo ég viti hverjir koma hingað við,eða allavega smá partur. Enidlega látið vita af ykkur þið leynilegu lesarar
Ætla að fara að koma mér í bælið,það verður eflaust þétt skipað rúmið í nótt....Marín sagðist ætla að skríða upp í, í nótt,og Viktor steinsefur þar núna.
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ pæ!
jæja nú er ég farin að kíkja í tölvuna aftur og auðvitað á síðuna þína:)
Litla snúllan mín komin heim og það er aveg yndislegt, hún er rosalega vær og góð. Þið kíkið á okkur við tækifæri.
knús Tobba
Tobba (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:59
Hæ! Ég kíki á síðuna hjá þér daglega. Ég þarf bara að vera duglegri að kvitta;)
Æðislegar nýju myndirnar. Mikið áttu nú flotta fjölskyldu Dísa mín;)
Linda P. Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 10:35
Takk kærlega fyrir okkur í gær elsku Dísa
Kv Linda
Linda Rós (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:07
kvitt kvitt...já ég bara heima, með veikt barn. Ég held svei mér að hún sé orðin hitalaus...þá er það bara skólinn á morgun jibbí
kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:20
Hæ frænka,
ég kíki alltaf reglulega á síðuna þína.. verst að ég enda oft slefandi af hungri eftir á
en það er þess virði!
Flottar myndir af flottum hóp:)
Knúsar og kossar
Eva (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.