Veislan heldur áfram....og uppskrift

Þar sem ég er alltaf að tala um mat og veislur,ætla ég að deila með ykkur einni uppskrift. Hrikalega gott og einfalt. Passlegt fyrir 5-6manna fjölskyldu,ekki allt fullorðnir samt.

 

ca 6 kjúklingabringur

ca 200 gr Mango Chutney (lítil krukka)

1. Msk Karrý

1 Matreiðslurjómi 

4 hvítlauksgeirar 

 

Aðferð: Skerið bringurnar í smáa bita og steikið á pönnu í smá olíu. Bætið svo smátt skornum

hvítlauk út í rétt áður en kjúklingurinn er fullsteiktur.Kryddið eftir smekk.

Hellið rjóma,Mango og karrýinu saman og hrærið og látið aðeins malla.

Nauðsynlegt að hafa hrísgrjón og ferskt salat með feta osti með.Smile

Verði ykkur að góðu. 

 

Veislan heldur svo áfram hjá mér,er að fara í frænku,systra og mæðgna klúbb í kvöld  hjá þóru svo það verður eitthvað gúmmulaði þar ef ég þekki mína réttTounge 

Takk fyrir kvittið

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Ummm lýst vel á þetta, geri þetta á morgun áður en ég horfi á úrslitin af Hæðinni  Mundu að kjósa... ég kaus Begga og Pacas!

Úrsúla Manda , 7.5.2008 kl. 22:13

2 identicon

Hæ hæ, takk fyrir innlitið í dag:)

Vildi bara þakka þér fyrir uppskriftina,en ég eldaði réttinn í kvöld og hann er rosa góður og ferskur.

Dómarinn var busy svo hann smakkar hann síðar og dæmir hann.....haha.

Takk fyrir mig

Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband