14.5.2008 | 22:16
Veðurblíðan...
Jæja er í algjöri óstuði með þetta blogg núna,veðrið svo gott að hugurinn er alltaf úti
Var að koma frá mömmu og pabba,þau eru að fara til Glasgow í fyrramálið. Verður æði hjá þeim í góða veðrinu, en ég var semsagt að teikna upp fyrir þau smá kort af helstu búðunum og götunum.
Í gærkvöldi fórum við Soffía og Dóra í göngu upp og niður laugaveginn, fengum okkur svo kaffi á Sólon, þetta var alveg æðislegt í geggjuðu veðri,hreyfðist ekki hár á höfði. Annasrs eru síðustu dagar bara búnir að vera voða þægilegir,við Linda höfðum farið í göngu á hverjum degi held ég bara og svo eitthvað að flakkast.
Var einmitt á flakki í dag, verslaði aðeins inn fyrir afmælið mitt!!! Já það verður partý 7.júní (svona rétt áður en ég verð orðin 35) bara gert fyrir Lindu systir að halda þetta svona snemma þar sem Mummi verður í veiðiferð helgina eftir. Keypti allt í Neon bleiku thank you,geggjaður litur. Hlakkar svo til að halda loksins partý,hef ekki gert það síðan ég veit ekki hvenær,ekkert innflutningspartý hér eða á Kristnibrautinni, svo það er aldeilis komin tími á gott partý.
Axel er í vinnunni núna, og mig langar sko í göngutúr núna, labba af mér ísinn sem Linda og Mummi komu með upp í Kópalind áðan,gleymdi að segja ykkur það. Þau mættu til að kveðja, og Linda sem er í átaki með mér mætti með ís, heita karmellu sósu og Nóa kropp!!! Það er ekki hægt að vera í megrun,átaki að hvað þetta kallast með henni,við erum líka alveg skelfilegar saman,ekki hægt að kenna henni um þetta allt saman.
Whell,já Jenný þú sérð mig skemmtilega fyirir þér hahaha..... gribba ársins, ónei, ég beið hérna með pakka handa kallinum,ermahnappa sem ég var búin að grafa í upphafsstafina hans, og ilmandi hús af hreinlæti. Já og hvað fékk svo frúin, ja það er nú það hmmmm, bara ekkert. Það er af sem áður var, að maður fengi einhverjar gjafir svona þegar kallinn kemur frá útlöndum. Jú ég lýg nú,ég fékk Lindt súkkulaði kúlurnar mínar.
Knús Dísa
Athugasemdir
Jæja loksins komið blogg
já ég veit bara ekki hvernig ég væri hérna heima ef ég hefði ekki þig elsku Dísa,
já maður er sottan frekja verður að ráða öllu enda græður þú kokk í staðinn
þetta verður bara flott partý kv linda
Linda og mummi (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:33
Hæ hæ Dísa mín, og takk fyrir síðast...þetta verður nú örugglega endurtekið einhvertíman fljótlega er hagí..
Betra en að fara í bíó, ja allavega í svona blíðu. 
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 16:54
Komið blogg.....takk Dísa mín.
Já, verst að missa af afmælinu, langar mikið að koma en kemst helgina á eftir þegar að Mummi er í veiðinni. En hvað með helgina þar á eftir?????? 21 eða eitthvað, eða bara í júli eða ágúst????
Þú verður að fara slaka á í þessum kræsingum ef þú ert í átaki kona góð, það gerist ekkert á meðan.
Gera eins og ég, éta nammi, drekka kúkatei og liggja með slendertone...er þetta afneitun eða hvað?
Knús á línuna....Ásta
Ásta danska (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:09
Hva á ekkert að blogga?
Mér vantar eitthvað skemmtilegt að lesa.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.