Helgin...

Jæja komin mánudagur og þá fer maður að þrífa eftir helgina Frown skyldi ég geta skrifað eina fæslu án þess að minnast á þrif eða mat...hmmm leyfðu mér að hugsa Nei ætli það!! Jú við skulum reyna.

Búin að hafa það bara þokkalegt, sló met í að tala við mömmu og pabba í síma síðan á fimmtudag. Fyndið en þegar þau eru erlendis þá erum við í stöðugu sambandi,sms og síma. Þau semsagt komu heim i gærkvöldi eftir velheppnaða ferð held ég bara,allavega sló kínastaðurinn góði í gegn. Kíkjum eflaust til þeirra eftir leikskóla í dag,en reyndar er útskrift hjá Marín í leikskólanum og foreldrar mæta með eitthvað gúmmelaði með sér.

Fórum á laugardagsmorgunin að horfa á þá frændur Magga og Róbert keppa síðasta leikinn sinn á Reykjavíkurmótinu, enduðu með silfur strákarninr,ekkert smá flott hjá þeim Frömmurum. Eftir það fórum við í Húsdýragarðinn (veit ekki hvernig mér datt það í hug). Það vantaði ekki fólkið þar, fórum ekki í nein tæki,lofaði þeim að við færum seinna þegar ekki væri svona mikið af fólki. Fengum nú samt blöðrur,pulsu og kók.

Á laugardagskvöldið var ég svo að passa litlu prinsessuna,Þóru Lind. Algjör engill,og maður fékk svona nettann fiðring og flashback,sérstaklega þegar hún grét og ég þurfti að labba um með hana,þá þekkti ég mig núLoL Finnst bara hálfasnalegt að sitja kjurr með börnin!! Linda kom svo og sótti hana,en ég hefði nú alveg verið til í að láta hana bara lúlla hjá mérInLove hún er svo góð.

Í gær fórum við Viktor og Marín í kaffi í hádeginu til ömmu Hönnu og afa Geira. Amma var að koma úr sauðburðinum og bauð okkur í vöfflu kaffi. Fengum aldeilis fína hlaðborðið þar,og Marín og Viktor dunduðu sér úti á svölum að þrífa og þvo steina. Marín er algjör steinakelling,spáir voða mikið í hverjir eru sléttir og fallegir, og hirðir oft upp steina til að gefa ömmu sinni. Allavega voru þau í essinu sínu með fötu og vatn og öllum steinum raðað upp á borð, já það þarf ekki alltaf eitthvað flókið dót til að leika sér.

Í gærkvöldi vorum við búin að díla við Magga um að passa aðeins krakkana,eftir að þau yrðu sofnuð,því okkur langaði svo hjónakornunum aðeins í göngutúr. Þegar við vorum að labba út um dyrnar hringdi Linda sem ætlaði einmitt að biðja mig um að koma í göngu, en þau hjónin enduðu með okkur í göngu með Þóru Lind í vanginum. Tókum svaka góðan hring, i gegnum hverfið og upp á Reynisvatn, Mummi kíkti aðeins á stöðuna í vatninu og fékk veiðifílíngin alveg beint í æð.

Þegar við komum svo heim,pantaði ég ferðina fyrir okkur til Minneapolis 10.október,bara næs. Og svo er það Köben með bombunum áður,eða 10.sept. Aðeins of stutt á milli verð ég að segja. 

Jæja,best að hífa upp um sig brækurnar og fara að .....

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara kvitta,sjáumst í kvöld upp á leikskólaég verð með Mc'cain í annari og rjómann í hinni,muhahahahahahahaha

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:42

2 identicon

Knús systir ertu ekki farin að þrífa núna

Linda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Ég skoða bloggið hjá þér daglega en er ekki nógu dugleg að kvitta.

En best að bæta úr því núna;) 

Linda P. Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 22:17

4 identicon

Hæ hæ...en gaman að fara svona pör saman...strákarnir geta þá fundið sér eitthvað að bralla meðan þið skvísurnar farið og missið ykkur í jólainnkaupunum.....vona að ég eigi þetta eftir einhverntíman.

Það verður nú ekkert gaman að versla með ykkur í köben...bara komin fiðringur í ykkur fyrir þessa ferð....

Kveðja  Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband