This is my life.....

Hrikalega var ég ánægð í gærkvöldi með Friðrik Ómar og Regínu, finnst þau ekkert smá flott og standa sig vel. Þetta var svo öruggt hjá þeim, og þvílíkt sem ég öskraði þegar VIÐ komumst áfram. Kominn tími til að litla Ísland sé með í aðalkeppninni.

Jæja en semsagt var ég mætt niður í Juniform að skoða kjól kl 11. En hún var semsagt að fá nokkra kjóla, en dísús það er setið um þetta hjá henni,þvílíkur snillingur sem þessi manneskja er hún Birta og almennileg. Ég gerði góð kaup hjá henni, keypti mér kjól sem ég á pottþétt eftir að geta notað mikið, en ég var semsagt að versla fyrir stórafmælið mittTounge og fékk mér leggings líka. Fór svo í Kringluna og keypti mér flottustu flottustu skó ever, og við ætlum EKKI að ræða hvað þeir kostuðu eða hvar þeir fást híhí...sjáið bara í afmælinu nanananabúbú...

Nú bíður maður bara þvílíkt spenntur fyrir Eurovision kvöldinu,ohhhh það verður bara gæsahúð dauðans að sjá þau á sviðinu og taka þetta alveg í rass*****. 

Annars er bara allt fínt að frétta,krakkarnir í stuði einsog alltaf,Mandla bara yndilseg,já og Axel auðvitað líkaWink og ég farin að hlakka til afmælisins einsog lítil smástelpa, það máGrin

Linda og Mummi farin upp í bústað, fóru í gær,og það er bara tómlegt hér í Grafarholtinu verð ég að segja. Við Linda erum ansi duglegar saman á daginn, ég veit nú ekki hvernig hún væri sú ofvirka ef hún hefði mig ekki hérna þó ég segi sjálf fráTounge og ég auðvitað líka voða glöð að hafa þær mæðgur heima. 

En eftir þetta verslunaræði á mér í morgun er best að fara að gera eitthvða hérna svona rétt áður en ég sæki krakkana.

Þeir sem skamma mig fyrir þessi kaup hjá mér i dag,verður eitt út úr athugasemdunum híhí... maður er nú 35 einu sinni á ævinni!!

Góða helgi öll sömum

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband