Ristað brauð og Simmi og Jói...

Já mér finnst laugardagsmorgnar langbestir, ef ég fæ að sofa til að verða 9, fá mér ristað brauð með osti og marmelaði,kaffibolla og hlusta á Simma og Jóa,gerist ekki betra. Nema akkúrat núna er ég frekar fúl með þessa tónlist sem þeir eru að spila, skil ekki alveg,þar sem þeir hafa alltaf verið með svo góð lög,en núna ætti auðvitað bara vera spiluð Euorvision tónlist!! Koma manni í stuðið fyrir kvöldið.

Annars held ég að pabbi sé þokkalega fúll út í mig núnaGrin, jebb það gerist nú ekki oft verð ég að segja, en ég fór í gær í heimsókn til þeirra þar sem Maggi svaf hjá vini sínum og Axel að vinna. Fór semsagt með nýja kjólinn minn og nýju skóna, og ég sver það að það þurfti nánast átök við að koma mömmu úr fötunum hahaha!! Hún var sjúk og ætlar að fá sér svona kjól á mánudaginn takk fyrir, og pabbi sér fram á verða ansi mörgum þúsundköllunum fátækari og allt mér að kenna, já og skórnir hún hreinlega tróð sér í þá,(ristin eitthvað hærri á henni en mér) og það var bara auðvitað einsog walking on air að ganga á þeim. Bjúti er ekki alltaf pain.

Tinna frænka var tvítug um daginn, og ætlar að halda boð í dag kl 5. Ég ætla að reyna að mæta þangað í smá stuð fyrir Eurovision í kvöld, þetta er svona stelpu partý.

Amma mín yndislega var að laga fyrir mig 2 götótta kjóla í gær, og ekki nóg með að ég sótti þá í gærkvöldi saumaða saman,heldur var hún búin að þvo þá líka og hengja upp á herðatré. Og ég meira að segja fór bara með kjólana í hádeginu í gær, þvílíka þjónustan, ekki að spyrja að því. En hinn nýji Tounge kjóllinn minn sem ég fékk mér í staðinn fyrir þann sem rifnaði í Rúmfatalagernum (var ég ekki búin að segja ykkur frá því?) rifnaði hjá mér í fyrradag. Hann er svolítið víður og festist í einni höldunni á eldhúsinnréttingunni og rifnaði svona vel. Svo var hún að gera við semsagt kjólinn sem rifnaði í Rúmfó, svo nú eru þeir báðir hreinir og fínir og reddí. 

Jæja, krakkarnir að gera hundinn crazy, heyrir bara lætin i Möndlu sem hleypur hér um einsog hún eigi lífið að leysa.

Áfram ÍSLAND í kvöld, shitt hvað ég er spennt!!!

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá hvað ég hlakka til að sjá þig í nýja dressinu eftir tvær vikur!!!

Vona að við verðum ekki allar eins......haha. Segi svona.

Takk fyrir gott boð, ég mæti á milli mjalta:)

Góða eurovision-skemmtun.

Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:31

2 identicon

Já Dísa mín....það er ekki að spyrja að því að þú verðir lang laaaang flottust...maður getur alltaf á sig kjólum bætt, allavega frá Júníform.  Langar alveg í heilan helling hjá henni....er með Júníform æði hreinlega, verða að fá töflur við þessu og það fljótt...þar sem buddan er nú ekki ótæmandi

 Það hefur enginn þorað að skrifa Comment á síðustu færslu hjá þér he he....Eyrún eyðslukló

Hlakka ekkert smá til að sjá kjólinn og skóna...maður er bara rosalega spenntur!!

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:24

3 identicon

Það er eins gott að fara finna dress,maður getur náttla ekki mætt í júniform kjól þar sem það verða allar skvísur í kjól þaðan Hlakka til að sjá þig í nýja dressinu,þú verður bara flott.Það væri nú gaman að fara í smá brúnkuspray til að kalla fegurðina alveg fram,hún vill nebbla oft vera til hliðar þessi elska.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband