Gullmolinn minn.....

Fyrir 10.árum síðan var ég stödd upp á fæðingardeild. Frumburðurinn var á leið í heiminn,eða kannski ekki. Ég var sett af stað kl 20 á fimmtudegi minnir mig (er orðin svo gleyminn), 28 mai og þá búin að vaka nánast í 1 og hálfan sólarhring. Minnið er farið að bresta ansi mikið hjá mér, ekki skrýtið eftir að ég sprengdi eflaust ansi margar heilasellur þann 29 maí. Var kominn 2 vikur framyfir.

Vakti nánast alla þessa nótt, belgurinn var sprengdur nokkrum sinnum, eða klórað í hann. Allur dagurinn gekk á með hríðum,það var svo rúmum sólarhring eftir að ég var sett af stað,tangir,rembing í nærri klukkutíma,ekki orðin þurr tutla á líkamanum á mér,ég gat varla talað þó ég heyrði í fólkinu í kringum mig,nokkur tár en enginn öskur að ég var loks drösluð á skurðstofuna.

Get ekki lýst sælunni að fá mænudeyfinguna,þó svo ég væri á kafi í rembing og mátti ekki hreyfa mig,úff mér verður eiginlega illt þegar ég hugsa um þetta,ekki auðvelt að þurfa að liggja hreyfingarlaus,en vera með barn komið nánast alla leið og þurfa að rembast og rembast.

En allt þetta gekk svo loks að óskum,frumbuðurinn minn leit dagsins ljós,með ílangt höfðu eftir að vera fastur í grindinni svona lengi,mamman var svo bólginn í framan, var einsog tungl í fyllingu og ég er EKKERT að ýkja, mamma fékk sjokk þegar hún sá mig. 

Auðvitað gleymdust allar heimsins þjáningar þegar maður fékk barnið sitt í fangið, frumburðinn sem var svo velkominn í þennan heim. Það kom aldrei neitt annað til greina en að skíra hann Magnús,það var jafn öruggt og ég væri kona. 

Elsku Maggi minn,þú varst alltaf ofsalega góður og skemmtilegt barn. Varst svo góður við systur þína þegar hún fæddist,aldrei neitt vesen. Þú ert svo fallegur og hjartahlýr strákur,hefur svo óteljandi oft fengið okkur til að hlæja. Þú ert knúsari,finnst gott að fá faðmlag og koss, og ert viðkvæmur þótt þú sért ofsalega mikill töffari stundum. Átt örugglega eftir að halda áfram að vera jafn góður og þú ert í fótboltanum, kæmir mér svo ekki á óvart að þú yrðir leikari, eða kannski spilir bara með Liverpool,aldrei að vitaSmileeða Arsenal fyrir afa. Hér er svo mynd af nöfnunum.

�framkalla� 2007 seinni hluti 067

Elskum þig af öllu okkar hjarta stóri strákur,HeartInLoveHeart og innilega til hamingju með 10.ára afmælið

knús Mamma og pabbi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar,

  til hamingju með töffarann.. úfff Dísa... og þú áttir tvö börn eftir þetta!!!! Þú ert hetja..     En hann er æði drengurinn þinn.. knúsar hann frá okkur í tilefni dagsins!

 Kveðja úr sólinni í Florida!!

Eva (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 02:13

2 identicon

Til lukku með þennan yndislega sjarm sem ætlar að giftast mér, mér finnst ég bara heppinn og hann er algjör gullmoli og minnir mig MIKIÐ á Gulla á þessum aldri. Knús frá okkur öllum og áfram AGF, hann kanski bara kemur hingað haha.

Tilhamingju með afmælið elsku Maggi og mundu að nú ert næstum því kominn í unglinga manna tölu og þá er maður fordæmi.

Elska þig þín Ásta Marta

Ásta Marta (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 08:51

3 identicon

Til lukku með gulldrenginn 10.ára töffari.Knús og kossar á ykkur öll.

Takk fyrir heimsóknina í gær það er alltaf jafn gott að fá ykkur systurnar í smá kaffi og nammi.Ég verð með marengs næst. 

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:23

4 identicon

Til hamingju með afmælið elsku Maggi ,10.ára töffari ,já Dísa mín þetta var alveg rosalegt fyrir 10 árum gleymi aldrei þegar við mamma komum upp á spítala ,það sem var lagt á þig gangi þér vel í dagknús Linda syst

Linda Rós (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með strákinn;)

Vá hvað tíminn er fljótur að líða;) 

Linda P. Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 11:18

6 identicon

Elskurnar mínar innilega til hamingju með þennan yndislega strák sem þið eigið.

 Já og elsku Maggi vinur minn til hamingju með 10 árin, gangi þér nú allt í haginn og takk fyrir að vera alltaf svona góður og sætur við mig.

  Kærar kveðjur og knús

Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband