31.5.2008 | 17:18
Kósý kvöld í kvöld...
Afmælið gekk svakalega vel, verð að segja að þetta var nú bara eitt þægilegasta afmli sem ég hef haldið. Strákarnir voru bara út í garði í bongó blíðu, borðuðum pizzu þar, Liverpool köku sem sló í gegn snakk,hlaup og ís. Svo var leikið í löggu - bófa, eltingaleik,stórfiskaleik og fótbolta. Svo komu ömmur og afar, og systur okkar Axels. Mjög fínt bara í alla staði og drengurinn orðin vel efnaður eftir þetta afmæli þar sem hann fékk peninga frá nánast öllum.
Nú styttist bara í næsta afmæli, það verður fjör þá. Næsta vika fer örugglega öll í undirbúning og þrifBara gaman. Varð nú ekki af ósk minni að lóðin yrði tilbúin, ætla nú samt að gera þetta eitthvað huggulegt hérna fyrir framan,ekki veitir af.
Var að koma úr nýju Krónunni áðan,gerði bara svaka góð kaup þar,stór og flott búð þar fannst mér. Fór svo með krakkana í Intersport,það var ekki alveg það auðveldasta,eyddi öllum tímanum nánast í að leita af einhverju barninu. Maggi var aðeins að versla sér fyrir afmælis peningana, keypti sér svona fótbolta dress, sem allir eru í núna, svart Hummel og svaka fínt og markmanns hanska.
Jæja hef þetta ekki lengra að sinni, kósý kvöld í kvöld. Ætlum að grilla og hafa það gott í kvöld.
Knús Dísa
Athugasemdir
Til hamingju með frumburðinn Hanna Dísa mín
Úrsúla Manda , 31.5.2008 kl. 21:59
Kvitt, kvitt! Bara að láta vita að ég er að lesa;)
Hafið það sem best;)
Linda P. Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 12:48
Kvitt kvitt og aftur kvitt.
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.