Sex and the city...

Á sunnudagskvöldið bauð Soffía vinkona okkur öllum í Bombuklúbbnum á Sex and the city. Mættum galvaskar í 9 bíó sem okkur þótti allgjör snilld,enda fáránlegt að hafa breytt þessu á sínum tíma. Allt uppselt, en Soffía var með boðsmiða sem þurfti að skipta út í afgreiðslunni. Og það sem merkilegt er við þetta að það var nánast ekkert að fólki á svæðinu. Það eru heldur betur breyttir tímar, nú kaupa allir miða á midi.is og mæta bara með útprentun 5mínútur í bíó!! Maður er ekki alveg í tækninni.

Við létum nú ekki þar við sitja heldur brunuðum upp í Háskólabíó og fengum miða þar á 10 sýningu, og þetta var sko alveg þess virði, vourm semsagt í bíó stússi frá hálf níu til hálf eitt!!  Myndin var alveg geggjuð, þvílíkt sem ég og við allar skemmtum okkur vel, en við Anna Gyða felldum nú nokkur tár auðvitað,bæði sorgar og gleði, við erum svottan væluskjóður,eða kannski bara svona tilfinninganæmarGrin En Soffía mín og Halli (sem fékk nú þessa boðsmiða) ástarþakkir fyrir okkur, veit að ég tala fyrir hönd okkar allaraHeartInLove

Nú er svo bara afmælisundibúningur að komast í hámark, er reyndar að fara að passa Þóru Lind aðeins á meðan Linda fer í fótsnyrtingu, svo á morgun er það litun og plokkun hjá okkur systrum, ég fer svo í klippingu á fimmtudag, svo er bara að versla inn á fimmtudag, þrífa allt og gera huggulegt hér fyrir utan á föstudag, og reyna vo sað vera ekki í miklu stressi á laugardaginnTounge

Jæja Linda er að koma og sækja mig, ætla að labba úti með Þóru á meðan hún lætur fixa fæturna á sér.

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð nú meiri vælukjánarnir,hvernig verður þetta út í Koben sem er bæðavei eftir 99 daga. Ég verð með rassatissjú á öllum handföngum og almenningssalernum og þið verðið með gráttissjú,djöffull verðum við töff

Takk fyrir mig elsku sæta Soffía,þetta var bara gaman.

Dísa ég hlakka mikið til að koma í afmælið og skella sér síðan á Sálarball

Kveðja frá Þóru Kollu sem ætlar ekki að opna munninn í sturtunni í koben.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:48

2 identicon

Þetta kallast tilfinninganæmnien ekki væl....

Ég sjálf (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:02

3 identicon

Já takk fyrir bíóferðinajá það verður sko stuð á laugardag

Linda (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:14

4 identicon

Já já bara gott að vera tilfinningasamur...en stundum einum of...he he...já bara grátið á grínmynd, skemmtilegt .   Hlakka rosalega til að koma í afmæli til þín elsku Dísa mín.

síjú bæ...Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband