Amælispartý hjá frúnni....

j�n� 2008 037Þetta er semsagt veisluborðið A´LA Linda og Mummi, þvílíkt sem borðið var flott, og góður matur. Maturinn var á gólfflísum,þeim sömu og eru á gólfinu hjá mér,hrikalega töff. Elsku bestu Linda og Mummi ég þakka ykkur alveg endalaust fyrir allt saman,veit ekki hvernig ég get borgað ykkur þetta.

 

 

 

 En þá að afmælinu. Það var alveg brjálað stuð og bara 90 og eitthvað prósent mæting. Bauð upp á Mojito bollu og svo Finlandia Cranberry bollu,Gin, bjór og hvítvín. Allir skemmtu sér ofsalega vel held ég bara, og oft á minn kosnað "hóst"... Ég sýndi mikla tilfinninga takta þegar ég tók upp pakkana og las á kort,en förum ekkert nánar út í það "roðn". Fékk alveg svakalega flottar gjafir, Takk allir kærlega fyrir mig. Svo kom nú aðalatriði kvöldsins, Þóra systir las upp bréf frá Ástu Mörtu vinkonu í Baunalandinu sem því miður komst ekki í afmælið, er að klára síðustu prófin núna í vikunni þessi elska. Allavega fékk ég langt og fallegt bréf frá henni sem endaði með setningunni " Mér þykir óendanlega vænt um þig og get ég ekki annað sagt en að þú ert traustur vinur og með þeim orðum vil ég biðja alla um að skála og taka saman lagið Traustur vinur getur gert kraftaverk", og í þeim töluðu orðum var rennihurðin dregin frá og inn gekk Hreimur úr Landi og sonum með gítarinn og söng fyrir mig....Þvílíkt flott!!!!!!!!! Hann var æði og allir sungu með, Takk enn og aftur Ásta mín.

j�n� 2008 058

 

 

 

 

 

 

 

Svo var drukkið og drukkið og aðeins of mikið, úffffff ég er sko ekki í æfingu.

Dagurinn í gær var HELL, ég hélt ég yrði ekki eldri, bara gullfoss og geysir allan daginn. Var svo "heppin" að það komu hérna nokkrir við í gær að sækja bílana, og fengu að sjá mig upp á mitt versta híhí...en reyndar komu bjargvættar hér, Dóra og svo Soffía og þær rusluðu öllu leirtaui í uppþvottavél,hentu dósum og plastglösum og gengu frá matarborðinu, TAKK dúllurnar mína, og ég sat og horfið á sem segir ýmislegt um ástandið á mér.j�n� 2008 056

 Kvöldmaturinn var Kentucky yfir handboltaleik og undir sæng, ég náði að halda niðri einum Twister.En svo hresstist ég um níu leytið loksins, og þá var öllu rumpað af hérna. Gat ekki hugsað mér að hafa húsið í svona óreiðu. Skúraði nokkrar umferðir og þurrkaði af og gerði allt hreint og fínt. Um ellefu leytið þegar Axel fór að sofa kom salt og nammi þörfin hjá mér og svo langaði mig í eitthvað gott að drekka svo ég fór út í búð og keypti mér frostpinna,tópas,popp og appelsín. Lagðist svo upp í sófa og horfði á sjónvarpið til 1 og borðaði popp og nammiSmilehugguleg.

 

Svo er afmælisdagurinn á morgun, þá ætla ég nú að bjóða ömmu og afa í kaffi og auðvitað hverjum sem vill koma.

 Knús á línuna og enn og aftur takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir okkur elsku Dísa mín,þetta var æði og maturinn var geggjaður(ekki við öðru að búast).

  ég kem pottþétt á morgun,er ekki örugglega marengskaka

knús í kotið og ég vona að heilsan sé öll að koma.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:09

2 identicon

Elsku Besta Dísa mín þetta var alveg hrikalega gaman og flott hjá ykkur hjónumallir skemmtu sér vel og lengi.

Gott að þú hrestist við í gærkvöldi svo er það Turninn á morgun í hádeginu knús Linda

Linda Rós (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:43

3 identicon

Takk kærlega fyrir mig og frábært afmæli....mæti næst með aðalatriði he he   Celin Dion ætlar að koma þegar þú verður fertug.   Kíki í tertu á morgun dúllan mín...

Kveðja Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:28

4 identicon

Frábært afmæli elskan! Manni er bara farið að hlakka til fertugs afmælisins.

Knús og takk fyrir okkur.

Dóra frænka

Dóra frænka (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:37

5 identicon

Elsku Dísa, ferlegt að missa af afmæli ársins en rosalega var borðið flott og hefur verið gaman hjá ykkur.
Talandi um Celine Dion, þá mætti mín á Parken á fimmtudag og sá goðið berum augum og grenjaði líka, rosalegustu tónleikar ever og færi ég heimsálfuna á milli ef Soffía ætlar að blæða Celine Dion eftir 5 árin, þegar mín verður fertug, ekki leiðinlegt.

Hreimur sló í gegn og um leið gat ég minnt á mig - hahahaha...knús á línuna Ásta Marta

Ásta danska (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 06:50

6 identicon

Takk æðislega fyrir mig mín kæra vinkona ...ekkert smá skemmtilegt afmæli og flott.......

Dóra (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband