James Blunt....snillingur

Ohhhhhh ég fór á James Blunt í kvöld, já svona líka óvænt. Þóra systir fékk gefins 3 miða og bauð okkur systrunum, en ekki hvaðTounge. James Blunt er GEGGJAÐUR, þvílíkur söngvari, röddin er alveg yndisleg, skil ekki fólk sem finnst hann vera vælari. Eina leiðinlega við þessa tónleika, var fólkið á staðnum sem gat ekki setið í sætunum sínum þessa tæpu 2 tíma. Þvílíkt og annað eins ráp og óstundvísi á Íslendingum, alveg óþolandi, ég meina er fólk ekki að fara á tónleika??? Ekki er maður svona þegar maður fer í bíó eða í leikhús. Hefði átt að hætta gos og bjórsölunni eftir að tónleikarnir byrjuðu.

Allavega er ég skýjunum og er bara ennþá meiri aðdáandi núnaHeart

Ekkki verið mikið um blogg núna þar sem frúin er farin að vinna, jebb svona líka gaman að byrja að vinna í sumarinu og sólinn,þrífa skrifstofur sem eru 30°heitar, ekki það að ég eigi von á að einhver vorkenni mér hahaha... er að leysa af núna eina hjá okkur sem er í fríi, og svo verð ég áfram eftir því sem þarf.

Afmælisdagurinn á þriðjudaginn var alveg meiriháttar. Við systurnar fórum saman á 19 hæðina í Turninum í lunch. Vá það var ekkert smá flottur matur, og flottur staður. Við vorum nú þokkalega heppnar þar sem við höfðum ekkert pantað borð, en það er allt uppfullt þarna alla daga, en þar sem við mættum svo snemma fengum við borð með því skilyrði að við yrðum ekki lengur en klukkutímaWink. Svo fórum við á 20 hæðina með Sigga sem er einn af eigendunum og yfirkokkurinn, en við unnum með honum í Perlunni á sínum tíma. Hann sýndi okkur glæsilega salinn þarna, og ekkert smá mikil flottheit. Ef ég væri ekki búin að gifta mig,þá yrði sko veislan haldin þarna, ekki spurning.

Nú áfram í afmælisdeginum, eftir lunchinn fór Þóra aftur að vinna og við Linda og Þóra Lind fórum á smá flakk, og svo náði ég í allar kökurnar sem Linda var búin að dunda sér að gera fyrir migWhistling og setti á þær ávexti og súkkulaði. Um kvöldið komu svo, Tengdó, mamma og pabbi, Linda og familí,Soffía, amma og afi. Svaka fjör og fínt.

Jæja nú er komin tími fyrir vinnandi konuna að fara að sofa, svo er bara helgin framundan jibbíjeij.

Knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð þetta var bara geðveikt,ég er ekki frá því að maður hafi orðið pínu skotin í stráknum,þvílíkur sjarmur.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:16

2 identicon

Takk fyrir mig elsku Þóra þetta var geðveikt gaman ,ætla að fara að kaupa diskinn með honum í dag ,gangi þér í vinnunni elsku dísa er að fara í sólbaðknús Linda

Linda Rós (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:42

3 identicon

En gaman hjá ykkur systrum...verð bara að segja enn og aftur hvað þið systur eruð alltaf fjandi heppnar...fá gefins miða er náttúrulega bara snilld.  Þið megið alveg lána mér eitthvað af þessu heppnisdufti .    Já fínt hjá þér að vera farin að vinna með kallinum þínum....en ég hef smá áhyggjur af Lindu systur, leiðist henni ekki alveg hrikalega??   jamm og jæja nú ætla ég að hætta þessu rausi, heyrumst fljótlega.

 Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:49

4 identicon

á ekkert að fara blogga?

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband