Komin aftur...

þó svo að ég hafi nú ekki farið neittWink. Skvísan auðvitað byrjuð að vinna svo það eru nú viðbrigði verð ég að segja. Annars er þetta nú alveg ágætt fyrir utan að sólin er búin að skína síðan ég byrjaði að vinna, svo maður er alveg í steik. Kláraði einmitt snemma í dag  og brunaði til Lindu og Þóru Lind á pallinn í smá sól. Litla frænka alltaf jafn mikil perla,brosir bara og hlær. Meira hvað maður fær fráhvarfs einkenni ef maður sér ekki litlu frændsystkin sín reglulega, er þá að tala um þessi sem eru undir 3jaTounge Smári Björn og Þóra Lind. Maður verður alveg húkt á þessum gullmolum. Trúi ekki að það komi ekki fleiri lítil kríli hjá systrum mínum, Þóra verðu nú að koma með eina Dísu litluWhistling

Á 17.júní fórum við ekki í bæinn aldrei þessu vant. Skelltum okkur á slóðir Bubba og fórum að veiða í Meðalfellsvatni (vona að þetta sé rétt hjá mér,annars fæ ég að heyra það)... ég veiddi reyndar ekkert,var aðallega að passa Þóru Lind, en Linda og familí fóru og mamma og pabbi. Þóru og familí var  sárt saknað( einna helst Smáralings ) nei nei bara að djóka. En þau voru í bústað.

Er byrjuð á hundanámskeiði með Möndluna mína, hún er auðvitað best og flottust þarna,hálf hrædd við ágengnina í hinum voffunum. En þetta er rosa gaman. 

Er svo að fara í kvöld í grill til Þóru, við öll samheldna familían, já maður er sko heppin með systur og fjölskyldu og eflaust öfundaður af mörgum. Veit ekki hvernig lífið hjá manni væri ef maður ætti ekki systur sínar og þeirra fjöslkyldu,þó svo að maður eigi góða vini. Erum ansi dugleg að hittast og það er sko fjör þegar við hittumst allar með gríslingana, bara gaman.

Styttist í Eyjar hjá Magga, Axel fer með honum í þetta sinn. Ég verð bara að viðukenna að ég er ekki að nenna með alla krakkana og svo kostar það efaust hálfa hendina á manni. Bátur og gisting, ekki nenni ég að húkkast í tjaldi ef það yrði svo rigning og rok allan tíman ussuuuss nei takk.

Jæja nú þarf ég að fara að klæða gengið, eigum að mæta í grill kl 6!!

Over and out,

knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las Dísa.. Ein sp. hefur Axel kanski vinnu fyrir mig? hehe

Helena Auður (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:10

2 identicon

Það er bannað að skrifa svona á bloggið,maður fer bara að væla þegar maður les svona sætt frá þér og ég er notabene í vinnunni,ekki sniðugt að væla þar.Við eigum skemmtilegustu fjölskyldu í heimi.

p.s.

Ég skal fá eina voffadúllu hjá þér þegar Mandla eignast hvolpa og skíra hana Dísu.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 08:44

3 identicon

já ekki að spyrja að því grillveislurnar hægri vinstri...bara gaman. Hlakka til að mæta hjá þér í grill þegar þú ert búinn með pallinn..hí hí hí, ég er alveg afleitur grillari sjálf...geri allt of lítið af því . Jæja mín kæra vinkona hlakka til að heyra frá þér, kannski maður kíki á kellu þegar Axel skreppur af landinu...gætum jafnvel haft kósýkveld..hmmm Videó og grænmeti og ávexti....he he he af því við erum hættar að borða óhollustu er það ekki .

út með gæruna..

Kveðja Soffía vinkona

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:31

4 identicon

Er ekki ánægð með myndina sem er af okkur vinkonunum....ég er eins og ég sé ca 200 kíló á henni ojjjjjojjjoj ekki smart...fer ekki í þennan kjól aftur

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband