22.6.2008 | 02:17
Næturblogg...
Brá nú aðeins þegar ég kíkti á klukkuna rétt í þessu,alveg að verða 2!! Hélt hún væri rúmlega 12??
Er semsagt búin að vera að þrífa hér allt hátt og lágtryksuga,skúra,þurrka af og setja í nokkrar vélar og ganga frá þvotti... já ég var sko ekki að nenna þessu í dag eða fyrradag....í sólinni,bara nokkuð ánægð með mig að geta bara látið þetta eiga sig á meðan sólin skín.
Fékk líka að sofa til rúmlega 10 í kvöld, Marín og Viktor bæði komin upp í og Axel var farin að vinna þegar við vöknuðum,þvílíkt næs. Sat svo hér á verðandi pallinum mínum og sleikti sólina á meðan krakkarnir léku sér úti.
Kíkt svo til tengdó og þar var algjör steik í garðinum, en Marín var búin að vera að væla um að fá að sofa síðan síðustu helgi og fékk að lúlla núna í nótt. Við VIktor og Mandla sátum aðeins í garðinum og ég bara fékk smá lit eftir daginn. Fór svo aðeins með Viktor í Kringluna og hann var einsog ljós þessi litli grallari sem ég á. Þegar við erum svona 2 saman þá bara breytist hann í annað barn.Fengum okkur nammi fyrir kósý kvöld í kvöld á nammibarnum í Hagkaup og kíktum aðeins í búðir og leiktæki. Það bara hefur ansi mikið oft að segja þegar svona stutt er á milli barna einsog Viktor og Marín, og líka þegar það er sitthvort kynið. Allt annað finnst mér þegar það voru 4 ár einsog hjá Marín og Magga.
En auðvitað er allur gangur á þessu, mín börn allavega eru einsog hugur minn þegar þau fá að vera ein og njóta sín, og breytast svo í litla villinga þegar þau eru saman...eða svona most of the time. Gátu td. fengið sér labbitúr hérna saman í dag hönd í hönd og þá bráðnar maður alveg, og svo næstu mínútu eru þau virkilega farin að slást, svona er kannski bara systkina ástin
Í gær (föstudag) fór ég svo með Magga í leiðangur að kaupa eitthvað fyrir afmlispeningana sína. Hann var bara búin að eyða eitthvað smá, var búin að kaupa sér baðminton sett með neti,svaka flott hérna úti í garði, og svo vildi hann sko endilega kaupa eitthvað handa henni Þóru Lind,var alveg gallharður á því og vildi gleðja Lindu. Vorum ekki alveg í réttu búðinn eða Hagkaup þ.a.s. svo ég var alltaf nei ekki þetta því það var barasta ekkert flott til fannst mér. Endaði á að kaupa 2 samfellur með Mínu mús, og 2 ofsa fallega smekki með Mínu líka og var voðalega stoltur af sér.
Allavega fórum í Toys´r´us og það gekk nú ýmislegt á og minn maður alveg orðin brjálaður út í mömmu sína, fannst hann bara ekki mega kaupa NEITT takk fyrir, en það sem hann vildi var Risa trampolín drasl..nei takk.. og svo risa Pool borð sem kæmist ekki einu sinni fyrir í herberginu, en hann hélt nú að það kæmist sko fyrir. Það semsagt rauk alveg úr honum og ég gat ekki annað en brosað, búðarráp er ekki hans sterkasta hlið. Svo er hann nú þannig að hann leikur sér nánast ekki með neitt sérstakt dót, enginn spil eða þess háttar svo það er voða erfitt að kaupa handa honum dót. Hann hefur bara alltaf verið svona, vill bara vera úti að hjóla, í fótbolta eða playstaiton þó svo það sé nú takmarkað sem hann fær að vera í því, allavega yfir sumartímann.
En verslunarferðin endaði semsagt á því að hann fékk sér gat í eyrað, já já þið lásuð rétt, keypti sér voða fínar græjur-CD og útvarp, og svo PS 2 leik. En allt í einu þegar við vorum komin í Smáralindina fór hann að tala um að hann ætlaði sko að fá sér göt, svo ég spurði hvort hann vildi skella sér á það núna, og átti nú ekki von á að hann segði já en hann var til svo það var ekki aftur snúið.
Hló nú alveg nokkrum sinnum að honum þarna inn í Mebu, en það var voða ung og sæt stelpa að afgreiða hann. Maggi byrjaði á því að segja henni í hvort eyrað hann ætlaði að fá gatið í, og ætlaði sko ekki að fá það í "homma" eyrað....vissi ekki að hann spáði eitthvað í svoleiðis en afgreiðslustúlkan var nú alveg með það á hreinu í hvort eyrað átti að skjóta. Minn maður var nú dálítið stressaður en þóttist nú vera voða cool fyrir framan sætu afgreiðslustúlkuna. Svo spurði hann hvort þau væru með Bling bling??? Og ég bara - ha hvað er það?? jú þá er það svona "demantur" stór og helst bleikur!!!! Þá ætlaði hann sko að fá sér svoleiðis, en skvísan sagði að hann yrði nú að vera með þennan lokk í 4-5 vikur (mjög plein silfraður steinn) svo var hann voða mikið að spjalla við hana og hún og önnur sem var að vinna þarna voru farnar að brosa allan hringinn af drengnum. Svo þegar við vorum að fara þá gekk hann til hennar og spurði " verður þú hérna eftir svona 4 vikur??" já hún bjóst nú við því ...."okey við sjáumst þá eftir ca 4 vikur"
Ætli það sé ekki best að koma sér í bólið núna, þó ég sé barasta ekkert þreytt...
Knús Dísa
Athugasemdir
Kvittití kvitt...alltaf nóg að gera á þínum bæ....og já þetta með systkinaríginn er bara ósköp eðlilegt, ég held þetta hafi nú ekkert með aldurinn að gera...heldur hvernig persónur þau eru, stundum er þetta nú líka keppni um athygli
. Svo verða þau einn daginn óaðskiljanleg eins og þið systur.
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:55
Já það er sko greinilega nóg að gera hjá þér;)
Mér finnst þú alveg ótrúlega dugleg.
Kv.Linda
Linda P. Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.