Stutt vinnutörn...

Komin í frí haha!! Þetta var aldeilis vinnutörnin hjá mér eða hittó. Var að bætast við starfsfólk hjá okkur, og 2 eru að fara heim um miðjan júlí svo við erum pínu yfirmönnuð í augnablikinu. Svo nú er bara unnið heima viðSmile

Bjarki Már hennar Þóru systir ætlar að gista hjá okkur í nótt, en hann ætlaði sko heim með okkur eftir grillið í síðustu viku og var komin inn í bíl greyið. Svo ég var búin að lofa honum að koma í þessari viku. Ætla að taka hann með eftir leikskóla og svo fara þau frændsystkinin saman í leikskólann í fyrramáli,bara gamanSmile

Við förum í dag á Ásvelli þar sem Maggi og Róbert eru að fara að keppa á móti Haukum, tek allan skaran með í góða veðrið svo það verður æðislegt. Ætli við förum svo ekki bara á Kentucky á eftir, væri góð lausn fyrir mig. Fer svo á hundanámskeið í kvöld,svo það verðu líklegast Axel sem þarf að koma krakkaskaranum niðu híhí...en hann fer nú létt með það.

Væri nú alveg yndislega gaman ef fólk nennti að kvitta hjá mér, það er búið að vera ansi mikið rennerí á síðuna, og ég tala nú ekki um skoðun á albúminu hjá mér, en þið sem eruð nú alltaf dugleg að kvitta Stórt knús á ykkur....Soffía,Þóra,Linda og Linda ofl.

Styttist núna í sumarfrí hjá krökkunum 14 júlí sem þau byrja, Maggi er núna á Smíðaverkstæði og svo alltaf æfingar kl 2 svo hann hefur það bara fínt litli unglingurinn minn.

Er farin að njóta góða veðursins,

knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitterí,kvitt

vona að Bjarki verði mömmu sinni til sóma, á nú ekki von á öðru

Góða skemmtun

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 13:34

2 identicon

Hæ hæ...jæja skvísa komin heim aftur hí hí...Nú ætti Linda systir að verða ánægð. Heyrumst kannski einhvertíman fljótlega.

Passa sig á Ísbirninum

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:09

3 identicon

kvitteri frá DK og já hvað er þetta með þessa ísbirni???? Nú er ég að komast í blogg gírinn aftur og að komast í rólegheitin eftir mína "vinnutörn" vildi að ég gæti verið yfirmönnuð svona af og til en knús til ykkar og mig langar í KFC.

Sagði við G*ulla áðan þegar við fórum í 7/11 til að kaupa bláberja muffins að nú yrði ég eiginlega að kaupa og senda hann með heim til Dísu ...unglingurinn fer til Íslands á morgun....knús á línuna Ásta

Ásta danska (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Ég les síðuna þína á hverjum degi og finnst æðislegt að fá að fylgjast með þér og þínum

Ég er samt svo oft með einhvers konar ritstíflu þegar ég ætla að kommenta eða blogga, veit ekki hvað ég á að segja

En allavega, kvitt, kvitt

Linda P. Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband