Grasekkja....

Var að kveðja Magga og Axel, þeir á leið til Þorlákshafnar núna og svo beint í Herjólf. Verður fróðlegt að vita hvernig hafi gengið að gefa Magga sjóveikistöflurWoundering hann sem getur ekki gleypt hálfa íbúfen. En það fá semsagt allir strákarnir sjóveikistöflur, þau ætla ekki að vera með 37 stráka ælandi!! En þetta verður svaka gaman hjá þeim, Axel fær að gista í fellihýsinu hjá systur sinni, en hún er einmitt með Andra strákinn sinn sem er að keppa og alla familíuna. Áfram FRAM allavegaLoL

Pabbi hefði nú verið ánægður með okkur systrurnar í gærkvöldi...held hann hefði misst úr sér augun ef hann hefði keyrt hérna niður götuna í gærkveldi. Við Linda vorum úti að þrífa bílana okkar hátt og lágt, bóna,ryksuga og bara algjörlega teknir í gegn!!! Mummi kom svo labbandi með Þóru Lind í vagninum og tók stjórnina á þessu híhí... minnti svona á dæmi þegar kallinn á vera heim og þrífa og konan kemur heim og segir " kallarðu þetta að skúra???" Þú hefur sko ekki þurrkað af hérna" LoLTounge

Sátum svo aðeins á spjallinu og drukkum einn bjór, agalega fínt. Svo fór ég bara í að pakka niður fyrir ferðina hjá strákunum.

Mandla fór í klippingu í fyrradag og er orðin svona meira Bichon leg, búin að eldast alveg um 1 ár, algjör dúlla. Er að spá í að fara á Hundasýningu um helgina og sjá systir hennar sýna eða keppa þar. Hún var sú eina af þeim þrem sem var með tennurnar og bitið í lagi. 

Jæja nú ætla ég að gera fínt hjá mér, verð með skipulagið alveg á hreinu hérna þar sem maður er grasekkja fram á sunnudag!! 

Knús Dísa

ps Soffía mín innilega til hamingju með stóru stelpuna þína í gær, sendi bara sms í gær, en síminn þinn er örugglega einhversstaðar á góðum staðCool svo mikið að gera í gærkveldi að ég náði ekkert að hringja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalega eru þið duglegar,pabbi kom til mín í gær ég var ekki eins dugleg og þið enda fær Aron að sjá um að bóna bílinn á mínu heimili.

Gott að búa nálægt mömmu og pabba maður hjólar bara eða röltir yfir.Þið verðið bara að koma aftur í Seljahvefið,á gamlar æskuslóðir

knús á liðið og takk fyrir Bjarka Má

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:42

2 identicon

Hæ dúllan mín.

Viðurkenni að ég er ein af þeim sem kíki og les fréttir og hugsa hlýlega til þín...EN gelymi að kvitta....

Langaði líka að kasta kveðju....Búið að vera slatti að gera í félagslífinu að undanförnu. Var í Þórsmörk um helgina, fínt veður en nokkrir "skúrir" (úrhelli) og þurftum við að pakka heim öllu rennnandi blautu með tilehyrandi þvotti og fleiru....

Mikið verður gaman hjá þeim feðgum í Eyjum.  Þetta er voðalega gaman og mikið ævintýri þrátt fyrir "allt hitt" þ.e.rok, rigningu, kulda, sjóveiki....ha.ha.

Nú annars er ég að detta í frí eftir þessa viku ( jibbí )  og ég kíki á þig.....

Knús til ykkar - Dóra vinkona

Dóra (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:47

3 identicon

Hæ hæ Dísa mín...já og takk fyrir sms-ið, jú jú nú er hún löglega ekki barn lengur og er hún víst ábyrg fyrir sínum gjörðum en ekki ég.  Þetta eru blendnar tilfinningar, en ég er nú búin að segja við hana á meðan hún búin inni á mínu heimili verði hún að fara eftir þeim reglum sem ég set.   Nú er bara að bíða eftir að komast í ríkið... eh eh he.  Já já svona gengur þetta nú allt saman..

Kær kveðja Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 14:52

4 identicon

Hæ Dísa mín

ákvað að reyna að kvitta núna, gerði það um daginn en sé að það hefur ekki skilað sér, hef líklega ekki reiknað summuna :)

Kíki alltaf á síðuna þína og finnst það æði!

Hvenær eigum við skvísurnar svo að skella okkur í göngutúr???

sjáumst á svæðinu

Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:23

5 identicon

Hæ Dísa mín !!!  

Kíki hér inn öðru hvoru  og alltaf jafn gaman að skoða bloggið þitt !

kveðja Erla

Erla Snorrad (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband