Sól sól skín á mig...

Ég er eiginlega ekki að ná þessu með veðrið!! Ég held ég muni bara ekki eftir svona mörgum sólardögum í röð,þetta er alveg með eindæmum æðislegt. Ég er alltaf á leiðinni að fara að skúra og þrífa almennilega en er bara þokkalega ánægð með mig að geta verið frekar úti í sólinni. Rykið fer ekki neitt það er eitt sem víst er, það kemur rigningardagur það er líka eitt sem víst er, svo auðvitað á maður bara að njóta veðursins á meðan það er.

Kvöldin fara bara í börnin, fara auðvitað ekkert snemma að sofa þessa dagana á meðan það er svona bjart. Baðað á hverju kvöldi og haft það pínu kósý.

Soffía vinkona kíkti hingað í gærkvöldi, ég var reyndar alveg að leka niður en  náði samt að horfa á Desperate housewifes þegar hún fór en svo var bara beint í rúmið.  En í gærdag fórum við Linda í heimsókn til Jennu frænku okkar og sátum þar í steik á pallinum hjá henni og borðuðum kræsingar, þvílíkt notalegt. Svo löbbuðum við að sækja krakkana og ég borðaði hjá Lindu, við elduðum okkur heimatilbúna pizzu og pabbi kom í mat líka þar sem mamma er vinnandi öll kvöld.

Vildi að ég hefði haft myndavél með mér til Jennu en hún á hrikalega sætan langhund sem heitir Moli, og hann og Mandla voru í þvílíku stuði allan tímann, jeremías. Það hreinlega "sprautaðist" út Mola litla, já þarna út lillanum á honum haha. Mandla er nú svo ung og vitlaus að hún bara lagðist á bakið og var bara alveg til í fjörið, ég alveg á tauginni, en auðvitað hefði ég ekkert getað orðið amma þar sem Mandla litla er ekki orðin kynþroska. En það var mikið hlaupið hjá þeim og mikil ástInLove.

Nú sitjum við Mandla hér í rennihurðar opinu á borðstofunni, og enn læt ég mig dreyma um pallinn sem ég hreinlega bíð eftir!! Hér er algjör steik , á hinum svölunum í forsælu er 14°hiti þannig að hérna mín megin er örugglega 20° 

Já Anna Gulla frænka á stórafmæli í dag 30 áraheld ég bara , innilega til lukku með daginn (þó hún lesi nú aldrei hérna...)  

Maggi keppti 3 leiki í gær, töpuðu einum og unnu 2, og hann skoraði 1 mark. Svaka fjör og fínasta veður þó sólin skíni nú ekki einsog hér.

Ætla að halda áfram að njóta sólarinnar í dag.

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta fyrir innlitið...

Kveðja Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 21:51

2 identicon

Takk frænka, les alltaf en hef ekki kvittað fyrr en nú

Kveðja héðan úr hlíðunun anna og co

 

Anna Gulla (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband