29.6.2008 | 00:50
P.S I love you....
Þvílík snilldar mynd, er búin að bíða spennt eftir að geta leigt mér hana. Pantaði hana í dag og ég sé sko ekki eftir því. Ég auðvitað grét og hló og allan pakkann, og við skulum nú ekkert tala um bjútíið sem leikur í þessari mynd!!!Þvílík rómantík, alltaf gaman að horfa á svona myndir þegar maður er einn í kotinu (þ.e. án kallsins)
Strákarnir mínir koma á morgun sunnudag, þurfa að dúsa í eyjum til 4, en þá fara þeir með Herjólfi. Búið að vera svaka gaman, en ekki búið að ganga nógu vel hjá Frömmurunum því miður, allavega ekki ekki í A-liðinu hjá Magga. Nú þurfa þeir bara að æfa vel,og koma íþróttastarfinu hér í hverfinu á fullt skrið. Ekki nógu gott þar sem helmingurinn af Fram liðinu æfir í Safamýri en hinn helmingurinn í Grarfarholtinu, svo strákarnir æfa aldrei saman. En þetta er nú allt í uppbyggingu svo við bara bíðum þolinmóð eftir aðstöðunni sem okkur er lofað í Úlfarsfellinu.
Annars gerði ég ekkert sérstakt í dag, fór aðeins í Kringluna með Marín og Viktor en þeim finnst voða gaman að fara þangað á laugardögum og fara í Hagkaup á nammibarinn og fá laug.dags nammið. Kíktum svo í smá kaffi til ömmu Hönnu og afa Geira, og svo aðeins til tengdó. Eldaði svo kjúlla handa okkur og steikti grænmeti með, og svo bara franskar, ofsa gott og alltaf vinsælt.
Fékk e-mail í gær (eða fyrradag,komin sunnudagur núna) um að það sé búið að fella niður flugið til Köben sem við skvísurnar í bombuklúbbnum erum að fara í!!! Þetta var eftirmiðdags flug en við semsagt breytum því bara og förum kl 7 um morgunin hentar reyndar kannski ekki öllum vinnulega séð, en sumar ætluðu að vinna til hádegis, en ég vona að þetta reddist hjá skvísunum.
Svo bara þakka ég ykkur fyrir kvittið, Anna Gulla leynilesari gaman að fá kveðju frá þér. Annars heldur fólk að það þurfi að skrifa einhverja ritgerð, en það er nú alls ekki þannig (þó það sé svaka gaman auðvitað) en bara " hæ og bæ" er frábært.
Komin háttatími, klukkan að verða eitt!!
Knús Dísa
Athugasemdir
Þegar Halli kom heim af videoleigunni í gær með einhverja ævintýramynd þá fór ég að kvarta og sagðist nú frekar vilja sjá P.S I love you, hann sagði mér þá að kíkja til þín því þú hefðir verið að taka hana:) Ég öfundaði þig ekkert smá og var næstum búin að banka uppá hjá þér...haha en ég tek hana þegar ég verð ein heima og hlæ og græt, það er svo notalegt.
kv.Tobba
Tobba (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:48
Já þú hefðir sko bara átt að koma, ekki spurning, við hefðum getað grátið saman haha...maður þurfti ekki einu sinni að borða nammi með myndinni því hann er svo sætur Gerard Butler...fyndin ég
kv Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 16:42
Oh þessi mynd er algjört æði! Annars var ég að koma heim í dag úr bústaðnum hjá mömmu og pabba, það var alveg yndislegt. Yndislegt veður og yndisleg staðsetning.
Hafðu það annars sem best
Linda P. Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.