Komin heim....

Þá erum við komin heim eftir vel heppnaða helgi,heldur betur. Vorum komin um 6 leytið upp í Bjarkalund, og það sem við skemmtum okkur vel í frábæru veðri allann tímann. Maður er orðin vel "tannaður" enda sól allan tímann. Þvílík sæla, VIktor og Sigfús voru ekki búnir að hittast í viku, þar sem Sigfús er komin í sumarfrí, en þeir eru sko saman á deild. Við semsagt sáum þá varla alla helgina, voru alveg yndislegir saman litlu grallararnir. Kallarnir voru duglegir að spila blak, enda var útbúinn þessi svka fíni blakvöllur, og þetta var auðvitað einsog HM, það var allt gefið í þetta og líkamanum gjörsamlega fórnað fyrir leikinn, enn ekki hvaðTounge þegar kallar og sport eru annars vegar. Grilluðum góðan mat, "gæsuðum" Dóru og Bjössa, krakkarnir fóru í stultu keppni ofl., skelltum okkur í sund, og sleiktum sólina. Gat ekki verið betra.

Svo á Föstudeginum 4 júlí átti Góga frænka afmæli, og bauð okkur í æðislegan kökurétt og kaffi, og krakkarnir fengu heimabakaðar möffins og skinkuhorn, Takk kærlega fyrir okkur Góga mínHeart

Þegar við komum heim á sunnudaginn var maður alveg búinn á því, komum ekki fyrr en um hálf 9 leytið, tengdó komu svo hingað um 10 þegar krakkarnir vour rétt að sofna svo það var nánast ekki gengið frá neinu fyrr en í gær, og ég er nú enn að. Er eitthvað slöpp núna, vaknaði með hausverk og líður einsog ég sé með hita, er kannski bara með síðbúinn sólsting híhí. 

Við systurnar fórum áðan að kaupa brúðargjöf handa Dóru og Bjössa, sem eru að fara að gifta sig á laugardaginnHeart. Skelltum okkur svo saman í lunch á Guliacan á eftir, mjög gott.  

Nú er hausverkurinn  að versna hjá mér, enda á meðan ég er að skrifa þetta er ég að hlusta á helv.... trampólínið hérna við hliðiná, en það er nú Trampólín báðum meginn við okkur, og þvílíkt sem mér leiðist hljóðið í þessu, og við erum að tala um að stundum er þetta til rúmlega 12 ákvöldin takk fyrir!!! ARRRGGGGG... skil vel fólk sem hefur þetta og finnst þetta æði, en mér finnst þetta ljótt og hávært. Ef ég ætti bústað, myndi ég alveg örugglega fá mér svona og hoppa á þessu, þ.e. ef ég væri ekki með nágrannaTounge en auðvitað langar krökkunum þvílíkt í þetta, en ég þrjóskast við og ætla ekki að fá mér svona.

Takk fyrir góðu kommentin, endalaust gaman að sjá hver les hjá mér.

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeb takk fyrir síðast þetta var bara gaman hjá okkur kv Linda

Linda Rós (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:14

2 identicon

Dísa mín....sund ??? Hvernig var þér komið þangað, ég sem hef reynt í mörg ár að fá þig í sundlaugarnar en þér ekki haggað. Nú ættir þú að vera komin á skrið, er það ekki annars?? Frábært að allt gekk svona vel um helgina og veðrið lék við alla.

Heyrumst síðar

Kv Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:14

3 identicon

Takk

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:42

4 identicon

Það átti nú að koma meira en takk í fyrri athugasemd,takk fyrir lunchið ég er ekki frá því að ég hafi borðað aðeins of hratt Sjáumst á morgun hjá Lindu.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:43

5 identicon

Soffía mín, verð að viðukenna að ég fór með öllum í sund, en var uppi á bakkanum að passa Þóru Lind hahaha...semsagt fór ekki ofaní!!

Ég sjálf (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband