10.7.2008 | 10:38
Mamma Mía....
Ég er alveg orðlaus enn og aftur yfir þessari veðublíðu. Þetta er bara alveg yndislegt. Maður er þvílíkt duglegur að fara í göngutúrana og bara að vera úti og leika sér. Í fyrrakvöld löbbuðum við einmitt um 8 leytið öll saman upp á íþróttavöll sem er úti í dal, krakkarnir bara á stuttbuxunum og við æfðum okkur í fótbolta og fengum okkur góðan göngutúr, sem endaði á ís upp í sjoppu og komum ekki heim fyrr en 10, og allir fóru sælir og glaðir í háttinn
Í gær tók ég svo Sigfús Árna og Þóru Lind með mér í göngu, og að sækja krakkan á leikskólann. Linda og Mummi notuðu tímann og fóru að versla í Bónus. Svaka fjör.
Fór svo á stórkostlega mynd í gærkvöldi með Dóru og Soffíu, Mamma Mía. Fengum allar nettann kjánahroll svona í byjun, og hlógum einsog brjálæðingar þetta er alveg yndisleg mynd!! Mæli alveg með henni, sérstaklega fyrir stelpur og Abba aðdáendur.
Svo er fjölskyldu dinner í kvöld hjá Lindu og Mumma, fáum bestu Humarsúpu í heimi...slurp slurp... og svo veit ég að það var bökuð kaka líka
Ætla að halda áfram að sleikja sólina hérna á fína "pallinum" mínum.
Knús Dísa
Athugasemdir
Þetta er nú meiri lúxusunn á þér,maður vonar bara að veðrið haldist svona gott,ekki nema 8 dagar í sumarfrí
Hlakka til að koma í mat í kvöld,slurp,slurp
.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:07
Sæl Hanna Dísa mín!
Takk fyrir síðast, hlakka til að sjá þig á Laugardaginn.
Knús og kossar
Dóra frænka
Dóra frænka (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.