***

Átti þvílíkt náðugt gærkveldi, Viktor fékk að sofa hjá Sigfúsi, en Sigfús var hér á föstudagsnóttina. Alltaf gott að hafa svona skipti. Við Marín lágum upp í sófa eftir grill, undir sæng og horfðum á sjónvarpið, á meðan Maggi og Axel voru eitthvað að bralla. Marín fékk smá dekur greyið litla og fékk að lúlla í mömmu og pabba rúmi, og það virkaði vel á hana því hún svaf til 10.30. En þá var ég löngu komin á fætur og var á leið út, að ná í Viktor sem var að fara í klippingu. Linda var aftur á móti ekki alveg jafn hress, drengirnir í þvílíku stuði og vöknuð um hálf fimm, já og sögðu að það væri komin dagur!! Þeim tókst með herkjum að halda þeim upp í rúmi til hálf sjö, en þá gafst Linda upp og fór á fætur.  Held að Viktori verði ekki boðið að gista á næstunniLoL 

Viktor fékk sumarklippinguna, alveg snoðaður nánast, svo skelltum við okkur upp í Kópalind til mömmu og pabba, en auðvitað komum við að tómum kofanum, krökkunum til mikillar mæði, enda nánast alltaf þegar við förum þangað eru mamma og pabbi ekki heima. Þá skelltum við okkur í Fjarðarkaup, og svo í Ikea þar sem við fengum okkur síðbúinn lunch. Viktor rotaðist auðvitað í bílnum, enda þokkalega þreyttur, og sofanði svo aftur hérna við sjónvarpið áðan og ég þurfti að vekja hann rúmlega hálf sjö.

Já og ekki má gleyma brúðkaupinu sem við fórum í á laugardagskvöldið hjá Dóru og Bjössa. Þetta var alveg æðislegt, rólegt og kósý, góður grill matur og skemmtilegar ræður. Ég fór auðvitað upp á svið og hélt smá ræðu, enda nánast systir mín sem var að gifta sigSmile náði að grenja EKKERT á meðan ég talaði, svo það var mjög gott. Pabbi var veislustjóri og stóð sig þvílíkt vel, einsog hann hafi ekki gert neitt annaðJoyful

Jæja Axel var að koma með Kentucky, nennti barasta ekkert að elda núna,

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt í hug að kvitta núna....  Til lukku með daginn um daginnnnnnnnn, .  Já já betra seint en aldrei.  Ég mundi eftir þér og ÚM en mundi það  bara í hollum yfir daginn þannig að........ sorrý.

Hafðu það gott og alltaf gaman að fylgjast með þér og ykkur.... 

Jenný (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:45

2 identicon

Helló helló ég er nú enn vakandi og kl e 24.oovar að klára að pakka omg 5 manna fjölskylda þetta er ekkert smá að fara út úr bænum.

þóra Lind á eftir að sakna Dísu sinnarog mamma............

Ég bíð þér svo í grillaðan Lax þegar við komum heim ertu ekki spennt,knús á línuna Linda sist

Linda Rós (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:08

3 identicon

kvitt,kvitt

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 08:21

4 identicon

Það er nóg að lesa, ekki farið á netið í meira en viku.  við Gulli erum komin heim vel tanuð eftir æðislega ferð þar sem ég var 17 ára í viku  Vildi bara láta vita af mér og gaman að sjá hvað allt er að gerast hjá ykkur og váaaaa, "Dóra að gifta sig" æðislegt, þarf að hringja og heyra í þér.

Verð í bústað í dag og fimmtudag og að heiman allan föstudag. Fer á festival á laugardag svo við gætum náð hvor annarri á sunnudag. Íris Ævars vinkona er hér alla vikuna svo ég er mikið í sumarhúsinu hjá þeim.

Verð dugleg að blogga ferðasöguna í vikunni.

Knús á línuna.....Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 08:35

5 identicon

kvitt kvitt...

Kveðja Soffía vinkona

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband