18.7.2008 | 21:04
Á leið í bústað....
Allt fínt að frétta héðan, við höfum það agalega fínt í sumarfríi við krakkarnir. Marín og Viktor eru búinn að fara 3svar á róló og finnst það alveg meiriháttar gaman,enda gott veður og gaman að fara með nesti, held að það sé aðal sportið. Fóru einmitt á róló í dag í 2 1/2 tíma takk fyrir og við Maggi fórum á smá flakk saman. Ekki oft sem ég næ honum með mér. Fórum í Rúmfatalagerinn,reyndar bara fyrir utan að skoða garðhúsgögn á útsölu, Pier,Toys´rus, og Smáralindina. Hann græddi nú aðeins, því við kíktum inn í eina unglingabúðina og þar sá hann drauma buxurnar sínar,niðurþröngar skjannahvítar Lee buxur, get svarið að mér fannst hann einsog barn sem ekki hefur fengið að borða dálítið lengi, er ekki alveg að fíla þessar niðurþröngu buxur. En ekki nóg með það heldur fékk hann skjannahvíta hettu peysu sem var öll í glansandi gull-lituðum stjörnum!! Þarf að setja inn mynd við tækifæri. Hann var alveg í skýjunum með þetta, aldrei vitað hann svona ánægðan með nokkur föt sem hann hefur fengið,svo það er nú fyrir öllu að hann sé sáttur.
Sigfús Árni er hérna hjá okkur núna,bauð Lindu og Mumma að hann væri hér í nótt, en þau eru núna kominn upp í bústað, Robbi er með mömmu og pabba á Akureyri svo þau eru bara 2 með prinsessuna sína, smá dekur hjá þeim
Ég ætla svo að keyra með alla krakkana EIN nota bene, upp í bústað á morgun, Axel kemur svo seinni partinn. Ég er að spá í að vera í 2 nætur og hafa það notalegt í sveitasælunni, get ekki beðið eftir að fara, en Axel ætlar að vera eina nótt...þ.e. ef við fáum pössun fyrir Möndlu litlu.
Annars erum við hjónin búinn að liggja á netinu að skoða Florida-Orlando. Erum alveg sjúka að fara og erum búinn að vera að stefna á jólinn 2009. Svo erum við að fá einhverja bakþannka með það, spurning hvort það sé svo mikið af fólki, og endalausar biðraðir?? Veit ekki, en mig langar rosalega að vera þarna um jólin. Endilega ef einhver hefur verið þarna um jólin segið mér frá, og líka hvort Kissimmee svæðið sé ekki æðislegt.
Fékk svo skemmtilega heimsókn í gær frá Svíþjóð. Linda sem er vinkona mömmu og pabba kom með Steinar strákinn sinn sem er jafngamall mér, lékum okkur oft saman enda bara 4 dagar á milli okkar, og Steinar var með dætur sínar 2 Selmu og Stínu, og svo var systir hennar Lindu. Var alveg æðislegt að fá þau enda hress og skemmtileg, og Þóra systir kom líka með strákana sína.
Axel er með Marín og Magga á landsleiknum, Ísland - Spánn, en Maggi labbaði inn í Vodafone í Kringlunni í gær, og kallaði Áfram Ísland yfir allt saman og fékk í staðinn 4 miða á leikinn
Nú er best að fara að sinna litlu Knoll og Tott, meira stuðið á þessum strákum, eins gott að þeir vakni ekki um 5 leytið einsog hjá Lindu um daginn.
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ,hæ! Takk fyrir afmæliskveðjuna;)
Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt og fá að fylgjast með því hvað þið eruð að gera.
Hafið það sem best í bústaðnum.
Linda P. Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.