22.7.2008 | 19:16
Vantar pössun....voffa
Já nú er verið að fara um helgina til Lindu - jájá, við eltum bara Lindu og Mumma þetta sumarið, enda er það svo ódýrt og hentugt híhíhí....þurfum ekki að panta okkur íbúðir og bústaði heldur mætum bara í heimsókn. En já Mamma og Pabbi eru núna þessa vikuna á Akureyri og Þóra Kolla og familí eru í heimsókn þar núna, svo tekur Linda við íbúðinni á föstudag og þá erum við að spá í að fara. Ennnnnnnnnnnnn okkur vantar SVO pössun fyrir Möndlu, öll hundahótel yfirbókuð!!
Komum heim í gær eftir heimsókn í bústaðinn hjá L&M, Axel kom í eina nótt, en ég var með krakkana í 2 nætur. Höfðum það alveg æðislegt, spilað, legið í pottinum og slakað vel á,bara yndislegt. Ég eða við skulum geta keypt okkur bústað í framtíðinni, svo maður geti nú farið með Möndlu litlu, ég myndi eflaust vera þá bara upp í bústað allar helgar!!
Maggi minn er að fara í sumarbúðirnar á morgun, pínu blendnar tilfinningar hjá mömmunni, litli mömmstrákurinn að fara í 6 daga, hefur aldrei farið svona áður, svo ég vona bara að allt gangi vel, og auðvitað hefur hann gott og gaman að þessu.
En semsagt einn lítill Bichon óskar eftir ættleiðingu um helgina,
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ hæ Dísa mín, Lilja frænka vill passa Möndlu fyrir þig um helgina, hún er að fara vestur á Arnarstapa í bústaðinn hennar ömmu og vill leyfa henni að fara með...bara gaman fyrir hana. Ef þú hefur ekki fengið pössun þá veistu af þessu.
Heyri í þér á morgun, væri alveg til í að kíkja í kaffi til þín ef þú ert heima.
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 00:07
Sæl Dísa
Það villja örugglega allir passa Möndlu litlu, hún er ótrúlega mikil mús.
Ef þú verður í vandræðum þá máttu koma með hana til mín :)
Kv Íris (vínkona Þóru)
Íris (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:15
En hvað þið eruð sætar, ég læt ykkur vita. Takk takk.....kv Dísa
Ég sjálf (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.