Litli prins orðinn 4.ára!!

Komin heim eftir yndislega helgi á Akureyri. Þetta var alveg meiriháttar,sól og sumar allan tímann.

VIð lögðum af stað 6 á föstudagsmorgunin, og ÉG keyrði alla leiðina, sem er alveg ótrúlegt!! Vorum komin ca kortér yfir 10, stoppuðum bara aðeins í Varmahlíð og fengum okkur ís. Mamma og pabbi voru ennþá, en fóru snemma á laugardagsmorgninum. Við sátum aðeins þegar við komum úti á svölum í steikjandi sól, en Mummi,ma+pa og Róbert voru að veiða. Þegar þau komu svo til baka fórum við í bæinn, og löbbuðum auðvitað göngugötuna, skoðuðum útsölur og settumst á kaffihús.

Um kvöldið buðust mamma og pabbi til að passa, svo við Linda,Mummi og Róbert skelltum okkur á Greifann. Það var alveg geggjað, fengum okkur meira að segja desert líka. Á laugardaginn fóru Axel og Mummi með eitthvað af krökkunum í sund, við Linda lágum í sólbaði á meðan, í algjörri steik.Löbbuðum svo í Glerártorg og skoðuðum þar. Það var aljgör steik úti, og svo fallegt og gaman að labba meðfram Gleránni, en vá hvað mér finnst þetta hættulegt svæði fyrir litla krakka.

Komum svo heim og stákarnir (aðallega Mummi) fóru að undibúa grill, en við Linda vorum flottar á því og skelltum okkur einar í sund!! Axel og Mummi að horfa á handboltann og krakkarnir að leika. Komum svo heim og borðuðum gott grill. Eftir að VIktor og Sigfús voru sofnaðir, fórum við í stóran labbitúr í flotta hverfinu þar sem Nonna húsið er ofl,en Róbert og Marín voru vakandi heima og að passa. Fengum okkur svo auðvitað Brynju ísSmile

Á sunnudaginn vorum við búinn að dekka upp afmælisborð fyrir Viktor sem var 4 ára.Hann opnaði pakkana sína, við gáfum honum hlaupahjól,Linda hjálm í stíl (Cars) og svo fékk hann flotta úlpu frá Mömmu og pabba.Fórum við familían niður í bæ, Mummi horfði á landsleik og Linda lá í baði með Þóru LindSmilebesta barni ever. Við löbbuðum í bænum, gengum upp kirkjutröppurnar og fengum okkur svo afmæliskaffi á BLáu Könnunni. Hittum svo Lindu og Mumma í Jólahúsinu, en þar var svo heitt að ég hef sjaldan vitað annað eins. Svo bara hinum meginn við veginn var útimarkaður hjá fólkinu í sveitinni, fengum alls kyns smakk, heimatilbúinn brauð,sultur og fullt annað. Alveg meiriháttar flott og gott, enda keyptum við líka ýmislegt. Semsagt alveg æðisleg ferð, og mig langaði sko ekkert heim í gær. Lögðum af stað rúmlega hálf 6, og vorum komin um hálf ellefu. Stoppuðum líka í Hreðarvatnsskála og borðuðum kvöldmat þar. 

Soffía náði svo í Möndlu fyrir mig, algjör lúxus og kom með hana hingað. Það gekk þvílíkt vel í pössuninni, Mandla var alveg meiriháttar góð, enda var hún sko í góðu yfirlæti í sveitinni með Lilju og hennar fjölskyldu. Held ég sé komin með góða fóstufjölskyldu fyrir Möndlu mínaSmile

En já litli prinsinn minn orðinn 4 ára, þessi litli grallari. Hann og Sigfús voru einsog eitt alla helgina. Þvílíkt góðir vinir, en grallarar eru þeir. Ekkert smá sem þeir eru góðir að leika sér, voru bara einir úti í fótbolta og á rólóinum.

Elsku Linda,Mummi,Robbi, Sigfús og litla besta prinsessa, takk fyrir æðislega helgi,þið eruð yndi!!! 

Knús Dísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ....þetta er bara eins og þið hafið skroppið til útlanda

Jú jú maður gerir nú ýmislegt fyrir vini sína

Heyrumst

Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með litla prinsinn;)

Kv.Linda 

Linda P. Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 11:33

3 identicon

Það var nú lítið elskurnar alltaf gaman að vera með ykkur,það er svo gott að vera komin heim búin að vera á flakki í 2 vikur lov Linda

Linda Rós (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:26

4 identicon

Hva á ekkert að fara blogga,KOMA SVO

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 09:54

5 identicon

hvaða hvaða maður sér bara enga færslu hjá þér dag eftir dag...er mín díbluð núna, eða bara ekki neitt að gerast hmmm

 Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband