Kominn tími á smá fréttir...

já er það ekki?? Hef ekkert látið í mér heyra í 2 vikur!! En það er nú bara þannig að það er mikið að gera á stóru heimili, sumarfrí, gott veður, já og svo bilaði nú bloggið í einhvern tíma um daginn.

Við fjölskyldan erum búinn að hafa það bara mjög fínt í fríinu og þessu góða veðri sem er heldur betur búið að bjarga geðheilsunni. Axel hefur nú lítið komist frá, búið að vera mikið að gera hjá honum enda sumarfrí hjá starfsmönnum. En við höfum líka bara notað tímann vel þegar hann hefur komist frá, farið í góðar gönguferðir, og ís keyptur þetta sumarið í lítrataliTounge

Svefninn hefur aldeilis riðlast til, höfum ekki verið með neina "reglu" upp á síðkastið, börnin farin að sofa oft um hálf ellefu-ellefu, og svo höfum við sofið-eða krakkarnir í 12 tíma, semsagt oft til að verða ellefu. Ég oft komin á fætur um 9, og borða morgunmat og les blöðin í rólegheitum. En við höfðum svo mikið verið að fara í göngutúra á kvöldin, hér í hverfinu, elliðaárdal eða í bænum enda veðrið á kvöldin ekki boðið upp á að fara snemma að sofa.

Viktor fór í leikskólann í morgun kl 8.30 takk fyrir, Maggi á fótboltanámskeið, svo við Marín erum hér einar í kotinu ásamt auðvitað Möndlu litlu, sem er orðin kona!!! Byrjuð að lóða litla skvísan, og verð ég að segja að ég er mjög ánægð með hana, hafa komið 2 blóðdropará gólfið allar blæðingarnar hjá henni!! Svo dugleg að þrífa sig þessi elskaHeart

Svo byrjar skólinn hjá krökkunum eftir ca 2 vikur og þá verður rútínan kominn á full, og það er bara gott. Ég verð svo dagmamma í nóvember, ætla að passa litlu frænku frá rúmlega 8 til rúmlega 2. Það verður bara gaman að dúllast með hana, þó svo margir halda að ég sé eitthvað klikk híhí... Ég er greinilega búinn að gleyma "fikt" aldrinum, byrja að labba,teygja sig í allt og detta á hausinn úfff. Þetta verður bara gaman, enda er barnið svo stillt og gottsumar2008 098

 

 

 

 

 

 

 Styttist núna í fyrst skóladaginn hjá Marín, við fórum og völdum tösku um daginn,og shit þetta er ekki gefið 12.995 algjört brjálæði verð ég að segja. En það er búið að hæla þessum töskum mikið,og mér fannst ég nú verða að kaupa almennilega tösku enda er þetta smá spotti í skólann og mikið upp í mót. Svo á ég eftir að fara að versla allt hitt fyrir Magga og Marín, ætli sé ekki best að fara að drífa í því áður enn öll törnin byrjar í því og biðraðir um allt.

Svo styttist í Köben,mánuður þangað til jibbíí.. erum orðnar mikið spenntar allar,og svo mánuði eftir það förum við Axel í okkar ferð til Minneapolis. Svo erum Danskir dagar næstu helgi á Stykkishólmi og mig langar svakalega að fara þangað-er að spá í að fara, kemur í ljós en á mánudeginum 18, þá á Marín afmæli og ég ætla líklegast að halda bara afmælið þann dag, og þá fyrir VIktor líka, en hann fékk nú eiginlega ekkert afmæli þegar við vorum á Akureyri.

En jæja nú ætla ég að gera eitthvað með skvísunni minn.

Eigið góðan dag,

knús Dísa 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Dísa mín, mig langar líka að fara spurning hvort við gætum ekki bara fengið bústaðinn hjá henni ömmu minni næstu helgi og farið á danska daga...það er um klukkutíma akstur á milli Arnarstapa og Stykkjó

Heyri í þér

kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:41

2 identicon

Til  lukku að vera komin til baka

Linda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:27

3 identicon

Takk fyrir heimsóknina sætu mæðgurég hefði ekkert á móti því að vera bara heimavinnandi svona út októbermaður er orðin svo góðu vanur að hanga bara í útilegum og hafa það gott.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:52

4 identicon

Kominn tími, ég kíki milljón sinnum á dag  Ég hringi í vikunni, netið varð eitthvað leiðinlegt í gær. Annars er ég komin með nýja síðu: www.astamarta.blogcentral.is

Skella sér á danska daga og gera sig kláran fyrir koben, líst vel á það

Knús Ásta

Ásta danska (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband