13.8.2008 | 23:18
Veiðin er spennandi...."hóst"
Er á milljón núna á Barnalandi að selja allann fjxxxxx búslóðina hennar Lindu og svo eru amma og afi alltaf að selja eitthvað. Svo ég er á fullu að svara tilvonandi kaupendum og senda e-mail. Brjálað að gera hjá kellingunni, en ég var með alla familíuna í mat,komu allir nema Aron....mamma,pabbi,systur mágur og börn. Svaka fjör og góður matur, ég auðvitað með kjúklingarétt,en ekki hvað
Við Linda fórum í litun og plokkun í morgun heim til Önnu frænku,ofsa næs að fara bara svona í heimahús og gera þetta,svo á föstudag fer ég í langþráða klippingu og strípur,er orðinn einsog versti KR-ingur.
Nú ég vann svo í Háskólanum í gær-já sko Happdrætti Háskólans...ekki misskilja mig haha..15.oookall. Alltaf gott að vinna, þurfti að lesa ansi oft yfir sms-ið hvort það væru 3 núll í þessu eða 4!!
Svo er nú aldeilis búinn að vera læti í fjölskyldunni. Mumma mági var boðið í veiði í svaka fína Laxá sem er búið að mokveiða í þetta sumarið. Mamma,Pabbi og Linda eru búinn að vera bara á límingunum að fá laxafréttir,ég var einmitt með Lindu þegar fyrsta símtalið kom frá Mumma (fyrsta af ofsa mörgum híhí) Og já það vara kominn lax,jibbí kóla okei bæ....beint að hringja í Mömmu, en það voru svo mikil læti í Lindu að hún hringdi óvart í tengdapabba sinn...en auðvitað á tali því þá var Mummi auðvitað að hringja í hann. Náði svo sambandi við Mömmu,og ég heyrði í mömmu þar sem ég sat við hliðina á Lindu " er kominn lax??" Linda "já" mamma " en æði" "stór? " ohhhh en frábært og meiriháttar.....ég er búinn að hlæja mig máttlausa af þessu,því þau eru jafn spennt yfir þessu og barn væri að fæðast í fjölskyldunni. Og símtölin urðu nokkur því Mummi veiddi 4 laxa!!!
Núna í kvöld var líka ákveðið að þetta veiðihús sem Mummi var í verður pantað um leið og hægt er fyrir okkur öll næsta ár, við eigum að fara allar systur og mamma&pabbi, enginn börn og bara veiða og veiða.............ég fer bráðum að telja niður dagana af spenningi "hóst"
Er pínu vonsvikin með kvitteríið hér á síðunni, þvílíkur fjöldi búinn að fletta hér í dag,og bara systurnar búnar að kvitta!!! Býst við að ég læsi síðunni næstu daga,svo ég geti fylgst betur með.
Eins gott að koma sér í háttinn svo maður geti vaknað kl 6 og horft á Íslensku handknattleiks snillingana okkar keppa.
Áfram Ísland....knús Dísa
Athugasemdir
Maður er næstum eins spenntur fyrir veiðinni eins og KöbenSpurning um að setja teljara á síðuna svo maður geti nú fylgst spennt með,muhahahaha.
Annars eru það bara 27dagar í bobmuhúsmæðraverslunarorlof,jibbýkóla
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:06
Ha ha ha frábær færsla hjá þérjá það verður bara gaman í veiði að ári ,
þú verður bara í eldhúsinu að elda kjúlla réttfarðu nú að selja draslið kv Linda
Linda Rós (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:30
Hæ hæ, já þegar þú ferð í veiði og veiðir þinn fisk færðu pottþétt bakteríuna þetta er mjög skemmtilegt. ´Fór oft með pabba svona fyrir einhverjum árum síðan. Dísa mín þú verður að fara að stofna fyrirtæki svona netverslun Dísu he he he.
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:41
Laxa sagan minnti mig einhverja hluta vegna á Stellu í orlofi, snilldarmynd.
Talandi um síðuna, sko.....það eru vissir aðilar sem hafa mikinn áhuga á að googla mitt nafn, og þegar það er gert kemur upp þín síða og það er hægt að skoða þar. Ég virðist mjög vinsæl hjá þessum vissum aðilum og er ég víst marg lesin á öllum síðum sem ég kem fram.....en hvað er gaman að vera svona vinsæll en já Dísa mín, það eru sumir voðalega stðanaðir en allavega þá kem ég við hér alla daga.
Ég var að fá snúllu og er mega upptekin að dúllast í skvísu að ég hef ekki einu sinni bloggað á nýja blogginu mínu en ég tel daganna til koben og hlakka mikið til.
Þekki vel barnaland sölu, verst að það er ekkert slíkt hér.
knús og kossar Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.