14.8.2008 | 22:36
Gúdden aften...
Hún Madda mín er komin með 6ára gelgjuna á háu stigi. Núna er hún búinn að vera í fríi í 5 vikur, og ég er farin að finna svakalegan mun á henni núna síðustu vikurnar. Er oft ansi upp á kant við mann þessa dagana og með þessa "allt ómögulegt og ég ætla bara að gera og klæða mig í það sem mamma vill að ég geri EKKI "....já já stuð á litlu skvísunni. En reyndar finn ég nú alveg til með greyinu, það eru engar stelpur hér í götunni eða næstu götu!! Alveg ferlegt, svo það eina sem hún hefur oft að gera er að bögga strákana og fá athygli út á það. Vonandi að þetta breytist þegar hún byrjar í skólanum og labbar þá kannski aðeins lengra ef hún eignast góða vinkonu.
Annars er ég bara á Barnalandi að uppfæra auglýsingar,svara skilaboðum og búinn að selja skenkinn hennar Lindu allavega,vona að sófasettið hjá ömmu og afa fari fljótlega.....annars verða þau hérna stanslaust á línunni híhí,enda nú þegar búinn að kaupa sér nýtt sett, afi gamli er ekki vanur við að tvínóna við hlutina ónei.
Og þar sem ég er svona mikið í auglýsingardálkunum þarna, þá er ég auðvitað alltaf að sjá allskyns dót til sölu......og varð 32.000kr fátækari í dag.....eða græddi 20.ooo kr....já betra að hafa það þannig. En ég lét langþráðan draum verða að veruleika og keypti mér rauða Kitchen Aid vél.....alveg ónotuð í kassanum!! Ekkert smá heppinn. Djöööö sem mín getur farið að baka núna, og slegið alveg alla bakarana í familíunni út haha, eða ekki
Vélin verður testuð vel um helgina þar sem ég er með dobbúl barnaafmæli á mánudaginn,afmælisdag Marínar, en þá verður hún formlega 6 skísan þó hún haldi oft að hún sé 10 Hún er farin að syngja svoleiðis öll ensk lög og þegar hún sér myndbönd með einhverjum skvísum þá missir hún alveg augun, og dansar með. Td í dag var hún á fullu að syngja lag sem endalaust er verið að spila í útvarpinu " I kissed a girl and I like´d it" Ekki beint smart!!! ÚFf og hún veit auðvitað ekkert hvað hún er að segja.
Svo er ég að fara að passa snúllu litlu á morgun í hádeginu og svo fer ég í klippingu og þá ætlar Linda að sækja Viktor fyrir mig gott að skipta þessu svona á milli okkar.
Knús Dísa
Athugasemdir
Haaaaalló bara alltaf að blogga ,já maður er heppin að eiga systur í næsta húsi og alltaf til í að passasjáumst á morgun
Linda Rós (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 23:11
Hæ hæ bara að kvitta fyrir komu mína á síðuna
Kær kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.