18.8.2008 | 22:32
Marín mín 6 ára í dag...
Já litla skottið mitt orðinn 6.ára og á leið í skóla. Fyrir 6.árum síðan á menningarnótt vorum við Axel í Veghúsunum að spila rommý til 2 eða 3 um nóttina. Maggi var einmitt hjá Lindu systir,fékk að sofa þar. Ég rétt náði að sofa í ca klukkutíma og þá vaknaði ég við verki, en man nú ekki alveg hvenær ég fór upp á deild. Allavega fæddist prinsessan með keisara kl 14.03....ég var ekki látin ganga í gegnum sama hryllinginn og þegar ég var að eiga Magga, þarna var sko gripið fyrr í taumana og um leið og við sáum að þetta væri ekki að ganga var ég send í keisara.
Ég man að ég þurfti að fá að heyra 2svar að þetta væri stelpa, var búinn að fá að vita, en auðvitað er maður aldrei alveg pottþéttur með þetta. Ég var svolítiði stressuð því ég var búinn að troðfylla stóra kommóðu af fötum, og kaupa ansi marga skó, svo það hefði orðið dýrt ef þetta hefði svo verið strákur. En Marín mín hefur verið ansi fljót að öllu, byrjaði snemma að tala, var orðin altalandi um 1 1/2 árs, hætti snemma með bleiju og snuddu og varð svo stóra systir áður en hún varð 2ja.
Hér er hún í morgunn að fá pakkann frá okkur, fékk MP3 Hello Kitty spilara, held að það eigi eftir að slá í gegn þar sem hún elskar að hlusta á tónlist, þetta er pínulítið tæki sem hún getur haft í vasanum og er svo bara með heyrnatól í eyranu svo við þurfum ekkert að hlusta með henni Nú þarf bara einhver að hjálpa mér að setja inn lög á þetta tæki, þar sem ég kann ekkert á þetta.
Afmælið gekk ofsa vel, síðustu gestir fóru að verað hálf tíu, byrjaði kl 5, held að fólk hafi bara haft það ofsa gott hérna. Ég bakaði og bakaði, ótrúlegt hvað þetta tekur alltaf tíma hjá mér, var alveg á milljón í allan dag, í allt gærkvöldi líka og eitthvað á laugardaginn. Linda systir kom einmitt hérna í dag og hjálpaði mér helling. Ekki hefur maður kallinn heima til að hjálpa sér, þar sem hann er alltaf í vinnunni, brjálað að gera, en auðvitað getur maður nú ekki kvartað yfir því.
En vá hvað það er gaman að sjá svona margar athugasemdir, TAKK fyrir öll kvittinn, væri nú extra gaman að blogga ef maður fengi alltaf svona viðbrögð, hlýtur að vera gaman hjá þessum alvöru bloggurum sem fá fleiri tugi athugasemdi á hverjum degi, það allavega ýtir undir að maður bloggi ekki spurning!!
Náði að selja sófasettið fyrir afa og ömmu í gær, lét þau ekkert vita-en þau voru á Stykkishólmi og en ég var með lykla. Svo þegar þau komu heim í dag,var sófasettið farið. Þau auðvitað alveg í skýjunum, enda fengu þau fullt verð (eða uppsett verð) fyrir settið.
Jæja nú held ég að ég skelli mér í bað, hvíli lúnar fætur , er búinn að ganga frá öllu hérna, en svo verða nokkrir krakkar hér á morgun hjá skvísunni.
Knús og takk fyrir börnin í dag, æðislegar gjafir sem þau fengu
Over and out Dísa
Athugasemdir
Takk fyrir okkur í gær,þetta var bara nammigott,greinilegt að rauðka er alveg að standa fyrir sínu
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:17
Takk fyrir okkur þetta var bara frábærar kökur úr rauðu þrumunniog svakalega gott allt Dísa mín kv Systir
Linda Rós (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:04
Til hamingju með stelpuna Hanna Dísa Ég var einmitt að hugsa að það eru aðeins þrjú ár í að Ingibjörg fari í skólann!
Úrsúla Manda , 19.8.2008 kl. 11:48
hæ hæ, og takk fyrir síðast, ekki að spyrja að því, alltaf svo gott sem þú býrð til, namm namm
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:12
Hefði nú alveg viljað gúmmulaðið sem var á boðstólnum.....Ef ég þekki þessa fjölskyldu ALLA rétt þá er ekki skafið af því...nammmiiiiinammmmm
Til lukku aftur og njótið vel...kv frá Ástu DK
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:15
Hæ og takk fyrir okkur - okkur fannst öllum rosalega gaman og Selma Katrín sagði pabba sínum frægðarsögur af sér og Möndlu (sleppti þeim hluta að hún hafi verið hálfsmeyk)
Sjáumst. Dóra
Dóra (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.