Ég fann viðbjóðslegt dýr skjótast....

undan löppunum á mér þegar ég ætlaði að fara í Latabæjarhlaupið í hádeginu. Það hljóp undir pramma sem voru við húsið hjá mér. Ég var viss um að þetta var ekki köttur, hélt þetta væri rotta, og hringdi í Axel í móðusýkiskasti. Fór svo til nágrannanna við hliðina á mér, og þau sögðust hafa séð mink í nótt við gluggann hjá sér. Ég flippaði yfir um hreinlega!! Eftir smá tíma var öll gatan kominn út, og ótrúlegt en satt, náðist minkurinn og nú er hægt að lesa um þetta á mbl, og svo kom Stöð 2 hingað. Fréttirnar eru að byrja og gaman að sjá hvort ekki komi frétt um þetta. Þessi mynd er tekin af dýrinu inn í hundabúrinu mínu sem nú er í sótthreinsun, enda fýlan af þessu kvikindi VIÐBJÓÐSLEG og var hægt að finna hana langar leiðir. Ég sver það að ég er enn með hroll!!!! 

Over and out, Dísa 

476291A

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voða sætur súkkulaðibrúnn minkur...örugglega svo góð matarlykt alltaf sem leggur frá þínu húsi

Kveðja Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband