...

Þá er Axel nýlagður af stað Austur, hann og Heimir verða semsagt á keyrslu í alla nótt. Það er bara vonandi þeirra vegna að þeir nái hreindýrunum, mér finnst þetta nú ekkert spes kjöt, en ætli ég smakki nú ekki allar útgáfur af hreindýri eftir þessa veiðiferð,gúllas,bollur og allur pakkinnWink Linda systir verður allavega glöð að fá hreindýr!

Hafði það annars ofur næs hérna í gær, en Linda kom hérna seinnipartinn og Viktor fékk að fara með henni heim og gista með frænda sínum. En það er nú þannig að þegar annaðhvort Marín eða VIktor eru ekki heima yfir nótt þá finnst mér ég bara verða að fara eitthvað út og gera eitthvað. Alveg ótrúlegt hvað allt verður rólegt hérna, svo við Maggi og Marín skelltum okkur á pulsubarinn og fengum okkur pulsu í kvöldmatinn, brunuðum svo til mömmu og pabba og sátum þar aðeins. Axel var að stússast eitthvað svo við vorum bara 3 og höfðum það ofsa gott. 

Svo var nú gott að fá stubbinn heim eftir leiskóla í dag, sæll og glaður, en eitthvað hefur hann verið þreyttur því þegar ég var að ganga frá hérna eftir matinn í kvöld, um 8 leytið, fannst mér eitthvað skrýtið að ég heyrði ekkert í VIktor. Hann var þá litla músinn búinn að hátta sig (sem hann gerir nú aldrei óumbeðinn) og lagstur upp í rúm hjá pabba sínum sem var að hvíla sig fyrir keyrsluna í nótt. Minn bara alveg að sofna, en ég rétt náði honum til að bursta áður en hann sofnaði. Axel var löngu lagstur og sofnaður, svo ekki voru þeir einu sinni að leggjast á sama tíma.

Er svo að fara að passa litlu prinsessuna í fyrramálið, Linda ætlar aðeins að fara að vinna, svo verð ég líka með hana á laugardagskvöldið, bara gaman. Verst að ég gat ekki redda Þóru með Smáraling á morgun sem er lasinn heimaPinch

Svo er bara næstum því 5 dagar í Köben (alveg að koma miðnætti) er orðinn þvílíkt spennt að fara. Þetta verður alveg yndislegt hjá okkur vinkonunum, svona einsog síðasta helgi.....skemmtum okkur þokkalega vel,hlátur og grátur og allur pakkinn haha!! 

Fór svo í fyrradag og hitti systir hennar Möndlu, en þær voru báðar í klippingu. Verð að sýna ykkur myndir af þeim við tækifæri (Axel er með vélina). Alveg ótrúlegt hvað þær eru ólíkar,dúddamía, Mandla er bara liggur við helmingi minni, með allt örðuvísi feld og andlit...ég er sko ánægð með mína litlu dúllu, en systir hennar var algjör dúlla líka. Mér finnst bara svo æðislegt hvað Mandla er lítil. Hún er eiginlega alveg óvenju lítil, er orðinn semsagt fullvaxta núna, fær kannski bara smá meiri fyllingu.

Jæja kominn tími bara á smá TV núna, 

Knús Dísa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að minna þig á að það eru 5.dagar í húsmæðraorlof...jibbý

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:22

2 identicon

Dúddamía, 5 dagar!!!!! hlakka mikið til, sjáumst á fimmtudagskvöldið í næstu viku  í flottu íbúðinni sem við fengum og verð ég hlaðin nokkrum lítrum að rauðu og vítu og einhverju gúmmulaði með, svo það er eins gott að vera ekki búin að stöffa sig eftir Malmö ferðina.

Höldum hárblásara og sléttujárna keppni og hver keypti mest í H&M....Það er eins gott fyrir ykkur að versla líka í H&M koben því ég vil punkta.....takk fyrir takk og versla mér aðeins

Ég les og heyri að ég þarf að vinna upp hláturs og gráturs sögur þar sem ég því miður kemst ekki í brúðkaupin, afmælin og bombu klúbbanna, svo það er eins gott að hafa sögustund eitt kvöldið.

Hlakka mega til og var ekki örugglega búið að panta á Ástralska hot showið við lestarstöðina? Var það ekki það sem þú baðst um Dísa mín?????

Knús og kram Ásta

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:38

3 identicon

hæ hæ þetta er bara prufa

agga (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 20:12

4 identicon

Já nú er aldeilis að styttast köpen...´mér líður eins og ég sé að fara út í fyrsta skipti í lífinu, þetta er búið að vera svo lengi í umræðunni að spennan magnast alltaf ...ohh hvað verður gaman hjá okkur. 

Kannski maður kíki á grasekkjuna um helgina

 Kveðja Soffía vinkona

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 23:02

5 identicon

3.dagar baby............3.dagar

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband