Styttist í Köben...

Já núna eru bara 2 dagar í að mín verði á Strikinu með 8 hressum skvísum, verslandi í H&M,sötra bjór og sleikja sólina sem á að skína á okkur þarna. Bara yndislegt, reyndar eru fréttir um hátt verðlag, skelfilegt gengið á Dönsku krónunni, mótorhjólaklíku slagsmál og fleira skemmtilegt búið að tröllríða fréttunum, en við Bomburnar látum það nú ekki á okkur fá,ónei. Þetta verður bara alveg frábært.

Annars var helgin alveg svaka fína, Marín var hjá ömmu sinni, en pabbi var í veiði, svo hún hélt henni kompaní. Og ekki þykir Marín leiðinlegt að vera í Kópalindinni þar sem það er trampólín hjá nágrannanum og vinkona líka. Það er algjörlega það skemmtilegasta sem Marín veit um, og hvað þá að hafa vinkonu líka.

Axel átti frábæra helgi á Eskifirði með Heimi,fékk eina belju og kálf,svo það er þokkaleg hreindýra veisla hérna framundan(ekki mér til svo mikillar ánægju haha)..en reyndar er Axel alveg þokkalega lúinn eftir þetta, og lappirnar á honum eru eitt flakandi sár, enda tók þetta ekkert smá á. Þeir eru ekkert að fara auðveldu leiðina í þessum veiðum,ónei ekki á meðan Heimir er með,þá er þetta sko tekið með stæl og tekið á þvi,enda ekki við öðru að búast af þeim kraftakalli.

Er svo að fara í saumó til Lindu systir í kvöld-frænku klúbbur. Svo ég fæ mér göngu í kvöld svo ég geti fengið mér bombuna sem hún var að baka í dag,ómæ.

Sigfús var svo hér í nótt, ég náði í hann í gær og leyfði þeim samrýndu frændum að leika saman. Og það er orðið svo miki sport að fá að lúlla saman og ágætt að gera þetta svona þegar það er leikskóli....bara vaknað rice and shine og beint á leikskólannWink

Viktor fór svo í fyrsta sinn til tannlæknis í dag, og við erum að tala um barnið sem fær alltaf kast hjá lækni og í klippingu (nema síðast) að það heyrðist ekki í drengnum, stóð sig alveg einsog hetja og fékk meira að segja gula bananakremið einsog Maggi kallar það (flúorið) enginn skemmd og tennurnar og bitið bara einsog tekið upp úr bók!!! 100 %

JÆja best að halda áfram hér í eldamennskunni, maður verðu víst að elda fyrir kall og börn þó maður sé að fara í saumó.

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísa mín, hvar nærð þú í allar þessar horror fréttir af mótórhjólajóla brjálæðingum og fl.   Hættu nú að hræða mann svona   ég sé bara fréttirnar hérna heima og þær eru nú ekki fallegar ...hver hnífaársin á fætur annari og fólk drepið og hálfdrepið, slegið svoleiðis í höfuð og þar fram eftir götunum, þetta er sko bara ekki neitt skárra hér ojjjjbarasta.    En við bara verðum ekki á neinum vavasömum stöðum, förum í bilka og kaupum byrgðir og lokum okkur svo bara inni með mat og vín....he he he...nei nei eigum bara eftir að hafa það mega gott og kósý.  Hlakka mikið til að fara með ykkur út og njóta lífsins svona bara við kellurnar    

Heyrumst nú á morgun og sjáumst svo á aðfaranótt miðvikudags

P.s á einhver stóra góða tösku ?  þ.e.a.s ef mamma á ekki.

over and out

Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:15

2 identicon

Soffía mín ég á stóra og góða tösku ef þig vantar.

Bara 1.dagur í verslunarbrjálæðið

Þóra Kolbrún (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Góða skemmtun í Köben;)

Linda P. Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband