Bombuferðin mikla...

tivolimynd.jpgtivolimynd_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Já það er greinilega margir sem bíða spenntir eftir Köben sögunni,aðallega þær sem voru þarna með mér og hafa upplifað ferðina kannski allt öðru vísi en ég hahaha...

Semsagt þá var vaknað hér á miðvikudags NÓTTU rétt fyrir 3, Linda kom svo og sótti mig að verða 4, en þá var hún búinn að sækja Svölu. Svo var brunað í Seljahverfið til Þóru og mættum við þar tímanlega kl 4.08 alveg á áætlun....en fórum ekki þaðan alveg á áætlun þar sem erfiðlega gekk að koma öllum töskunum fyrir í skottinu, munaði ekki miklu að við hefðum þurft að vekja Aron sem er víst snillingum í skipulagningu á röðun í skottSmile. En allt hófst þetta nú á endanum, svo það var brunað til mömmu sem ætlaði að keyra okkur (vorum sko á hennar bíl). Þar voru akkúrat Dóra og Soffía að sækja Önnu Gyðu sem býr hinum meginn við götuna hennar mömmu. Náðum að skutla til þeirra einni tösku svo við kæmumst nú fyrir í bílnum almennilega. Ferðin gekk nú bara vel fyrir sig upp í Keflavík, og mikið, mikið hlegiðTounge

Dúlluðum okkur í fríhöfninni dýru, fengum okkur að borða, en þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk mér EKKI áfengis dropa fyrir flug....ég er alltaf svo stressuð fyrir flug, en núna var það bara vatn, ég er nú eitthvað að sjóast í þessu.

Lentum í fínu veðri í Köben, og þá var bara að ná okkur í leigubíl sem var ekkert grín 7 saman, ónei þessir leigubílstjórar sendu okkur fram og tilbaka í röðinni, voru greinilega ekki að nenna að taka svona margar töskur,og loksins enduðum við í 3 bílum og við Þóra hjá HR. Pirraða með eindæmum, við fórum fyrstar af stað en komum síðastar og borguðum næstum 100 dkr meira en hinar....en leigubílstjórinn spændi gjörsamlega af stað þar sem hann sá að hann var síðastur og við vorum að tala um verðið, og hann hefur greinilega skilið okkur helvískurDevil

Semsagt loksins komnar í Swinget  21, við Íslandsbryggju og þar bjuggu nú bara íslendingar í þessum stigagangi. Maður og kona tóku á móti okkur sem voru alveg einstaklega almennileg og þægileg, og íbúðin , já sæll eigum við nokkuð að ræða hana.....alveg geggjuð og innréttuð eftir nýjustu tísku, allt grátt,svart,hvítt og rautt og ofsalega flott. Sko ekki leiðinlegt að fara í húsmæðraorlof og gista svona fínt og flott.

Röðuðum okkur niður í herbergi, við Dóra vorum saman (og vorum heppnastar) fengum sitthvort rúmið, Soffía og Anna Gyða sváfu saman, og svo Þóra, Linda og aumingja Svala sem svaf á milli þeirra systra í hjónarúminu, vel heitt og sveitt....svaf reyndar í stofunni síðustu nóttina greyið. Ásta kom svo á fimmtudagskvöldinu með góðu dýnuna sína og svaf í stofunni.

Byrjuðum á Fields mollinu, fórum beint í að fá okkur að borða, og spenningurinn orðinn þvílíkur að komast í H&M. En mín var orðin Friðbjörg fúla mjög fljótt þar sem ég fann mér EKKI neitt þarna....eitthvað furðuleg tískan núna. Vantaði alla kjólana sem voru í fyrra. Verslaði bara á krakkana þarna, en fann mér svo bara í VILA og Vera Moda-já akkúrat búðirnar sem eru heima, en það sem ég keypti mér er ekki til hér heima allavega.

Vorum þarna allan daginn, hittumst svo í Bilka kl 6 og versluðum í matinn, allar 7 saman....það var fróðlegt hahah...endalaust kallandi á hvor aðra, en Anna Gyða stormsveipur sem tekur 2 metra í hverju skrefi var fremst í broddi fylkingarLoL

Komum þreyttar og sælar heim og elduðum okkur æðislega heimalagaða pizzu, með kertaljósum og hvítvíni, alveg meiriháttar næs og gott, flott hugmynd hjá Soffíu, og mikið betri en hjá mér sem ætlaði ekkert að elda heima. Enda vorum við lítið búnar að sofa og allar vel þreyttar. Lágum bara saman og höfðum það kósý það kvöldið.

Vöknuðum hressar og kátar, Soffía og Anna G, tóku lestina til Malmö, en við hinar héldum á Strikið. Eyddum þar öllum deginum og hittumst svo uppí húsi að taka okkur til fyrir kvöldið. Fórum á æðislegan ítalskan stað Vesuvio (ef ég stafa þetta rétt) þar sem þjónarnir ítölsku töluðu íslensku. Við báðum td um Garlic oil, og þjónnin "já hvítlauksolíu", og " ekki frábært bara geðveikt" Ásta mín hitti okkur svo þarna um 11 leytið og þá urðu miklir fagnaðarfundir, enda við ekki búnar að sjást heila meðgöngu og rúmlega það. 

Skelltum okkur á Karókí bar þar sem 2 skvísur einokuðu tækið og sungu allt kvöldið, en þær voru líka það góðar að við vorum ekkert að skella okkur upp á svið, fyrr en langt var liðið á kvöldið en við vorum löngu farnar áður en lagið okkar komst að( líklegast sem betur fer fyrir aðra gesti) Skemmtum okkur svaka vel þarna og mikið hlegið.

Komum heim og Ásta bauð upp á Nachos og salsagúmmelaði, og svo smátt og smátt vorum við allar komnar í háttinn eftir frábært kvöld.

Föstudagsmorgunn runninn upp, og haldið á Strikið í strætó......nú fer ég aðeins að lýsa þessu með styttri setningum þar sem ég er búinn að skrifa svo mikið híhí...en semsagt við splittuðum okkur og við Ásta vorum saman, og ég aldeilis dressaði hana upp fyrir afmælið hennar, þvílíka skvísan, og ég græddi tax free. Vorum svo komnar upp í hús eftir búðarlokun, ansi þreyttar, en tókum okkur til og ætluðum á agalega fínan stað, Kaffi Luna, vorum komnar þangað um rétt fyrir 10. Við fengum okkur borð (tókum 2 leigubíla) og meðan við biðum eftir seinni leigubílnum þá semsagt lokaði eldhúsið, en þjónarnir voru nú ekkert að segja okkur frá því, voru búnir að láta okkur fá matseðla, og við loksins búnar að ákveða okkur. Fórum á barinn til að panta okkur matinn kl 22.12 en nei sorry búnir að loka eldhúsinu, við alveg brjálaðar og fúlar, þar sem hann sagði að allir lokuðu kl 22 nema 2 staðir. Við fundum annan þeirra Mama Rosa (en við Ásta og Þóra höfðum borðað þar fyrr um daginn) ekkert spes staður en við gerðum bara gott úr þessu, borðuðum þarna og fengum svo Mexico hatta á okkur og létum taka myndir af okkur,agalega fínar. Ekki var mikil orka eftir, svo við fórum bara heim þar sem Þóra var búinn að taka allt til, en hún vildi bara vera heima í kósý. Ég fékk nudd hjá Lindu og svo lágum við bara einsog skötur upp í sófa, lásum blöð og höfðum það gott.

Laugardagsmorgun vöknuðum við svo um 8 (nema ég ofurþreytt var vakin að verða 9), og þá var byrjað að taka sig til sem gekk nú ótrúlega vel, 8 skvísur í sturtu og taka sig til, blása og slétta hár mála sig og velja föt, þið getið ímyndað ykkur....en samt við vorum vel skipulagðar og enginn fékk að nota klósettið nema bara fyrir sturtu og svo auðvitað nr 1 og 2Smile svo var bara blásið hár og sléttað frammi við vinsæla stóra spegilinn sem tók af mann 10 kíló, lengdi mann og grennti.

Byrjuðum á Christianiu, fengum morgunsmókinn beint í æð frá þessu síkáta fólki sem býr þarna, úff, en þau eru ligeglad og við sáum bara hassmolana þarna úti á borði alveg einsog hundakex í útliti. Gengum þarna um allt, og svo var brunað á öðru hundraðinu í höll drottningarinnar til að sjá vaktaskiptin hjá vörðunum í hádeginu. Alveg fullt af fólki að fylgjast með, og þetta var bara voða gaman að sjá þetta, vorum þarna í sól og blíðu. Svo gengum við yfir í æðislega kirkju sem var þarna, settumst á bekk og fórum með bænirnarSmile. Löbbuðum svo hjá flotta óperushúsinu, æðislegt svæði með flottum gosbrunnum. Splittuðum svo hópnum hjá Nýhöfn....við Soffía, Anna G og Þóra fórum á einhvern svaðalegan snobbstað, en það var enginn þarna inni þegar við komum en svo kom liðið sem var bara með D&G töskur ea Luis Vitton og í Armani kjólum...já já við fíluðum okkur agalega vel eða hittó, maturinn ekkert spes og auðvitað rándýr. Svo var bara labbað um í rólegheitum, þar til við hittumst svo við Ráðhústorgið um 5 leytið. Svala hafði farið að hitta vinkonu sína aðeins og Dóra hitt bróður sinn sem er í námi í Köben. Smá misskilningur var til þess að Dóra kom rétt yfir 5 og við allar farnar....ómæ, svo hún þurfti að taka strætóinn ein, og fór út á vitlausum stað en komst svo loksins heim greyið og Soffía með móral dauðans, en allt endaði nú þetta vel. 

Byrjuðum að taka okkur til fyrir tívolí og dinner. En við fórum aftur á æðislega Ítalska staðinn og fengum okkur pizzu, geggjuð Pizza Parma sem ég mæli með ef þið farið þarna. Svo vorum við komnar í tívolíð um 9 og brunuðum þar í gegn, héldum fyrst að það lokaði í tækin kl 11 svo það var hlaupið um en tækin lokuðu svo ekki fyrr en 12. Ég, Linda, Svala og Dóra keyptum okkur dagspassa svo við gátum farið í öll tæki sem við vildum. Ég var skræfan í hópnum, þorði ekki í stóra rússíbanann en ég fór sko í margt verra en það, jesús minn og næstsíðasta tækið sem við fórum í var eitthvað tæki sem við sáum ekkert hvernig var, en það er skemmst frá því að segja að það fór á hvolf, hentist fram og til baka og í þokkabót var alveg að fara að loka og við fá í tækinu að gæinn sem stjórnar þessu hafði það x-tra lengi í gangi. Ég stóð eiginlega ekki í lappirnar þegar við löbbuðum úr því, við fórum nánast farnar að grenja og þegar við komum heim ældum við allar takk fyrir ojoj!!!!

Svo var byrjað að pakka þegar við komum úr tívolíinu (og búnar að jafna okkur) og taka til. Fórum ekki rúmið fyrr en um hálf 2, og vaknað um 6.30 ég reyndar fyrst og allar í sturtu og að klára að ryksuga og skúra. Kvöddum Ástu.....já ég gleymdi að segja frá því að áður en við fórum út á föstudagskvöldinu þá sungum við afmælissönginn fyrir Ástu sem verður 35 eftir nokkra daga, og stelpurnar gáfu henni svakalega flott málverk eftir Mæju, alveg einsog ég á, nema bara stærra, þvílíkt flott og málað sérstaklega fyrir hana og heitir Frjáls, mynd af henni og börnunum. Ég gaf henni svo æðislegt DKNY úr sem hún var  bara svakalega ánægð með.

Komum vel tímanlega út á völlSmileog svo var klukkutíma seinkun.....en við allavega gátum skoðað meiri búðir þarna og verlsað pínu meira, Svala sú eina sem þurfti að borga yfirvigt, var með tæp 2 kg, en Linda slapp sem var með 6kg held ég....Svala ekki sátt með þetta, enda ekki skrýtið og lét kellinguna sem rukkaði hana aðeins heyra það. Ég átti inni nokkur kíló, enda verslaði ég ekkert mikið og er líka að fara eftir tæpan mánuð aftur.

Mikil ánægja að lenda í Keflavík og fá alla fjölskylduna sína að sækja sig, yndislegt að knús krakkana sína þegar maður kemur heim, maður var farinn að sakna þeirra svo mikið og auðvitað kallsins líkaSmile alveg nauðsynlegt að fara svona aðeins frá, því það fær mann til meta helmingi meira það sem maður á hérna heim.

Knús á ykkur elsku vinkonum fyrir frábæra ferð, þið eruð æði!!

Love Dísa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll bara öll ferðin rituð niðurJá þetta var bara gaman hjá okkur en það bantaði eina bombu gógu sem kemur bara með næstTakk fyrir alla ferðina stelpur knús og kossar Linda

ps á ekki að koma í kaffi

Linda systir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:14

2 identicon

Takk fyrir skemmtilega sögu,þetta var æði pæði.

Love ya'all

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:08

3 identicon

Takk fyrir frábæra ferð. Gaman að lesa alla sólarsöguna, ef maður var búin að gleyma einhverju!!

Knús  Svala

Svala (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:58

4 identicon

Þetta var alveg æðislegt og helgin búin áður en maður vissi af. Sakna þín/ykkar strax og takk en og aftur fyrir mig. Myndin er komin upp á vegg og úrið verður bara á handleggnum.

Knús Ásta Marta

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:05

5 identicon

Hæ hæ...já og takka fyrir alveg súper góða ferð.   Ja man !!

Kveðja Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 14:37

6 identicon

Takk sömuleiðis allar saman...Frábær tími. Messe godt, Ja man....

dóra (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:38

7 identicon

hvar eru bombumyndirnar?

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:33

8 identicon

Góð.Bara gaman að lesa póstinn þinn.Enda ekki bara lík pabba þínum í útlliti líka á þessu sviði að geta skrifað góða pósta.Knús Mamma.

Mamma (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband