26.9.2008 | 10:00
Afmæli,leikhús og Liverpool.....
Hún elsku Ásta Marta vinkona mín til 27 ára takk fyrir á afmæli í dag!!!! Til hamingju með daginn elsku Ásta mín, ég vildi svo óska að ég gæti verið með þér í kvöld í partýinu þínu. Við bara lofum því hér með að missa ekki af 40ára afmæli hjá hvor annarri,OK.
Við semsagt kynntumst í 8.ára bekk þar sem við vorum saman í bekk, sem hélst svo út allan barnaskólann og unglingadeildina fyrir utan síðasta árið. Við höfum alltaf verið góðar vinkonur, aldrei neitt vesen og ýmislegt sem var nú gert og maður man eftir. Man eftir okkur í Engjaselinu hjá Ástu og hún að steikja franskar upp úr vellandi smjörlíki handa okkur...ojjjjj, en þetta var voða gott, eggjasalat var líka mjög vinsælt hjá okkur Svo man ég alltaf eftir uppáhalds lopapeysunni minni sem Ásta átti, grá og hvít og mér fannst ég algjört æði þegar ég var í henni, með bláhvíta glossið,bláan augnskugga og þvílíkan kinnalit!! Svo man ég eftir boxaraskónum frægu sem voru í tísku,ferðunum okkar niðrí bæ,ljósabekkjunum og auðvitað WHAM. Oh þetta var nú skemmtilegur tími, og alltaf gaman að vera með Ástu sem var alltaf hress og kát og aldrei fúl
Svo er það aðalfréttin í Mogganum í dag, já haldið þið ekki að Gulli sonur hennar Ástu og semsagt núna guðsonur minn hahaha....(má alltaf troða sér inn) hann er að fara til LIVERPOOL að æfa með vara og aðalliðinu takk fyrir. Hann er semsagt að brillera drengurinn núna hjá AGF,og núna er hann að fara í mitt aðallið, ohhh ég væri nú alveg til í að hitta Steven Gerrard....ekki slæmt. En það kemur að því þegar ég fer í heiðursstúkuna með Ástu að horfa á Gulla keppa með Liverpool og svo hittum við alla leikmennina á eftir....jájá ekki slæmt að láta sig dreyma Já þetta er bara meiriháttar!!!
Annars er nú ekki mikið að frétta, fréttirnar alveg að gera mann geðveikan, þ.e. gengisfréttir. Krónan er í sögulegu lágmarki alla daga, og ég veit ekki hverju er verið að bíða eftir hérna, kannski að allir fari á hausinn og þá verði eitthvað gert!!! Alveg óþolandi, og vá hvað maður gæti verið farin á hausinn ef maður gæti ekki spennt bogann einsog við höfum þurft að gera. En ég er nú bara bjartsýn alltaf og bíð alltaf eftir að þetta lagist..kemur alltaf að því. Reyndar ekkert gaman að vera að fara kaupa sér dollara núna....ég bara held í vonina að þetta fari að lagst annars verður bara ekkert verslað.
Svo er það Fló á skinni annað kvöld, þvílíkur spenningur, alltaf gaman að fara í leikhús og hvað þá á svona verk sem hefur fengið svona geggjaða dóma. Erum að spá hvort við eigum að fara út að borða áður, einhverjar uppástungur um góðan stað???? Bara eitthvað létt og gott.
Annars fór mín að vinna í gær, já haldið þið haha.... alveg frá 9-12. Leysa af í veikindum, ofsa gaman, já já það var bara fínt að þurfa að drífa sig út hér allir kl 8. Byrjaði nefnilega á að fara á smá námskynningu hjá Magga, svo það var aldeilis skipulagið hér í gærmorgun. Átti líka að fara í morgun en Axel hringdi rétt áður en ég lagði af stað og sagði að ég þyrfti ekki að koma. Þríf bara hér í staðinn, ekki er maður allavega á leið út í labbitúr núna í þessu viðbjóðslega veðri, haustið sko komið brrrrrrrrrr.
Var í vöfflu kaffi hjá Þóru systir í gær, Linda mætti líka og pabbi, svaka gaman, vantaði bara mömmu sem var að vinna. En jæja ætli ég haldi ekki áframa að reyna að hringja í Ástu, alltaf á tali hjá henni áðan.
Ætla að enda þetta á lagi til heiðurs Gulla Victor, Þetta er nefnilega ekki bara Liverpool lag, heldur líka Celtic sem er auðvitað uppáhalds liðið okkar. Höfum nú nokkrum sinnum verið á Celtic Park og sungið þetta.....svo var þetta auðvitað sungið í brúðkaupinu okkar af honum Páli Rósinkrans sem gerði það alveg snilldarlega!!Ég fer alltaf að gráta þegar ég horfi á þessa útgáfu
Knús til ykkar allra og góða helgi......Dísa
Athugasemdir
Kvitt kvitt sjáumst á eftir
Linda r (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:42
Kvitt,kvitt.
Ég er hætt að hlusta á þessar neikvæðu fréttir,maður verður hreinlega geðveikur að velta sér upp úr þessu bulli.Maður þarf bráðum að fara þakka fyrir að eiga þak yfir höfuðið dag frá degi....svona áður en við förum öll á hausinn
Allavega goða helgi.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:37
Hæ hæ...mikið er nú langt síðan ég hef heyrt í þér.
Góða helgi Dísa mín og hafið það gott
Kveðja Soffía vinkona eða vín kona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 17:19
Elsku Dísa, takk fyrir góð orð og guð hvað það var mega stuð hér í gær og verður mikið blogg plús myndir sett inn á síðuna fljótlega.
Já Dísa, ég man sko eftir þessum tíma og rista brauðinu heima hjá þér í kambaselinu með mayones og skeinku og varð brauðið helst að vera hálf brennt. Ástarbréfin sem við fengum, það var ekkert lítið og "kaninn" og þú spenntust af öllum í bekknum. Svo fórum við að eldast og þá breyttust tímarnir í Lind súkkulaði og herbalife - haha.
Elska þig....knús Ásta og Dísa???? Við verðum með VIP á anfield og sér driver sem keyrir okkur. Alltaf gaman að láta sig dreyma en núna fer kanski húsið að koma.
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.